Sjávarútvegur hverra? Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 29. apríl 2014 07:00 Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytileiki sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi er mikill. Starfandi eru um tuttugu stór og öflug fyrirtæki, jafnvel samþætt í veiðum og vinnslu, sem mynda burðarás íslensks sjávarútvegs og útflutningstekna þjóðarinnar. Þau eru víðs vegar um landið, skapa atvinnu og eru þjóðhagslega mjög mikilvæg. Rekstur þeirra gengur misjafnlega en mörgum hefur gengið afar vel undanfarin ár. En í umræðu um þessi stóru og stöndugu fyrirtæki gleymist oft að á Íslandi eru um 600 smærri sjávarútvegsfyrirtæki. Þau eru einnig þjóðhagslega mikilvæg, þótt með öðrum hætti sé. Þau gegna mikilvægu hlutverki með tilliti til byggða og fjölbreytts útgerðarmynsturs. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá eru, víða um land sveitarfélög sem nánast byggjast á þessum smáu fyrirtækjum og störfum þeim tengdum. Umræðan um gjaldtöku og tekjur ríkissjóðs snýst ekki eingöngu um krónur og aura, heldur einnig hvernig byggð, víða um land, reiðir af. Ríkisstjórnin mun standa með fjölbreyttum sjávarútvegi. Stærsti gallinn við álagningu veiðigjalda í dag er sá að þau eru meðaltalsgjöld sem leggjast jafn þungt á öll fyrirtæki, óháð rekstrarformi. Leiðin til framtíðar byggist annars vegar á aðgangsgjaldi sem öll fyrirtæki með aflaheimildir greiða, gjaldi sem er aðgangsgjald að auðlindinni og tekur eingöngu til veiða. Hins vegar á sérstökum tekjuskatti sem miðast við hagnað einstakra fyrirtækja, hagnað sem ætla má að komi til vegna forgangstækifæra fyrirtækjanna til aðgangs að auðlindinni og jafnvel vegna samþættrar starfsemi. Til framtíðar geta gjöld af sjávarútvegi ekki tekið mið af ríkisfjármálaáætlunum, áætlanir ríkisins þurfa að gera ráð fyrir sveiflum í tekjum af auðlindinni. Við viljum tryggja tekjur af sjávarútvegi til framtíðar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun