Tapaðar tekjur af veiðigjöldum Árni Páll Árnason skrifar 30. apríl 2014 07:00 Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum, sem fela í sér bráðabirgðaumgjörð til eins árs. Í nýju frumvarpi er ekkert um gjaldtöku vegna nýrra veiðitegunda. Við í Samfylkingunni höfum krafist þess að gjald verði sett á upphafsúthlutun í makríl. Það eru engin rök fyrir því að gefa útgerðinni allar veiðiheimildir í nýjum tegundum, án nokkurs endurgjalds. Það hefur engin útgerð skuldsett sig til að kaupa makrílkvóta. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi fallist á þá kröfu okkar fyrir jólahlé Alþingis að setja á fót nefnd til að útfæra gjaldtöku vegna nýrra tegunda, hefur ekkert orðið um efndir á því samkomulagi. Ríkisstjórnin hefur einbeittan vilja til að gefa makrílkvótann og ekkert virðist geta fengið hana ofan af þeim ásetningi. Veiðigjöldin verða lægri en ella vegna breytinga sem ríkisstjórnin gerði síðasta sumar. Þá var það fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka gjöld á stórútgerðina, þrátt fyrir að afkomutölur gæfu ekki tilefni til þess. Þá söfnuðust 35.000 undirskriftir gegn lögunum og forsetinn gaf fyrirheit um að kæmi til þess að veiðigjöld yrðu lækkuð með varanlegum hætti myndi hann vísa slíkri löggjöf til þjóðarinnar. Það er því rétt að minna á að svigrúm ríkisstjórnarinnar til að festa í sessi lækkun til stórútgerðarinnar er lítið sem ekkert, án aðkomu þjóðarinnar.Frjáls markaður ráði Að hluta til er lækkun tekna af veiðigjaldinu nú afleiðing af lakari afkomu sjávarútvegsins. Það er eðli auðlindagjalda að þau geta sveiflast, í ljósi afkomu greinarinnar. Markmið auðlindagjalda er að þjóðin fái í sinn hlut auðlindarentuna, sem er ávinningur atvinnugreinar af ókeypis aðgangi að sameiginlegum auðlindum. Ef auðlindirnar gefa minna af sér, minnkar eðli málsins samkvæmt þessi renta. Auðlindarentan getur líka verið ólík eftir einstökum útgerðargreinum. Það er jákvætt í þessu frumvarpi að nú skuli áfram vera leitast við að greina betur þá ólíku afkomu, til að gjaldtakan geti betur verið í samræmi við afkomu í einstökum greinum sjávarútvegs. Það er líka mikilvægt að gjöldin leggist ekki með ósanngjörnum hætti á smærri rekstraraðila. Sumir útgerðarmenn hafa kvartað yfir að þessi lægri veiðigjöld leggist samt með ósanngjörnum hætti á greinina og talið að gjaldtakan samkvæmt hinu nýja frumvarpi taki ekki nægilega mið af versnandi viðskiptakjörum. Það er því miður óhjákvæmileg afleiðing þess að gjaldið er lagt á miðað við gögn sem ekki eru ný og þess að verið er að reyna að áætla auðlindarentu, en hún er ekki ákveðin í frjálsum viðskiptum. Við í Samfylkingunni höfum lengi haft einfalt svar við þeim vanda. Við höfum alltaf viljað að veiðigjöld ráðist í frjálsum viðskiptum með veiðiheimildir. Útgerðaraðilar myndu greiða hátt verð fyrir veiðiheimildir þegar vel árar í greininni og minna þegar afkoman er verri. Ef veiðigjaldið væri tengt slíkum viðskiptum væri tryggt að þjóðin deildi kjörum með sjávarútveginum, nyti góðrar afkomu hans og deildi byrðunum þegar illa árar. Við fögnum öllum nýjum liðsmönnum í baráttunni fyrir því að hinn frjálsi markaður verði látinn ráða veiðigjaldinu. Það er besta leiðin.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar