Þessi dásamlega pláneta Gunnar Kvaran skrifar 2. maí 2014 08:52 Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Heilsufari jarðarinnar verður því miður ekki líkt við hestaheilsu. Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir. Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur? Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.Mikil ábyrgð Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð. Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál. Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins? Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi. Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart. Lofsöngur til jarðar Ó, þú dásamlega pláneta. Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka. Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum, skógum, vötnum og fljótum. Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi, stórbrotið form þitt og mikilfengleik. Í þúsundir ára hefur þú nært okkur, fætt og klætt. Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund. Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði? Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju. Eru þetta örlög barna þinna: að skera endanlega á þann lífsstreng sem enn titrar og hljómar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Skoðun Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Heilsufari jarðarinnar verður því miður ekki líkt við hestaheilsu. Gegndarlaus ásókn mannsins í auðævi jarðarinnar hefur veikt heilsu hennar og hún stynur undan þessari hræðilegu misbeitingu mannskepnunnar. Knúin áfram af taumlausri græðgi sem engu eirir er manneskjan búin að knýja jörðina að hættumörkum, sem geta orðið mannkyninu örlagarík ef fram heldur sem horfir. Sífellt fleiri vísindamenn og sérfræðingar hallast nú að þeirri skoðun að hlýnun jarðar (gróðurhúsaáhrif) sé ekki síst af mannavöldum. Fjölmargar alþjóðlegar ráðstefnur um loftslagsbreytingar hafa verið haldnar á undanförnum árum með sorglega litlum árangri. Öll stærstu iðnríki heims, sem að sjálfsögðu menga mest, færast undan eða neita að undirskrifa samninga sem hefðu það að markmiði að minnka mengun í andrúmslofti á láði og legi. Hvað veldur? Að sjálfsögðu kosta nauðsynlegar breytingar fórnir, en hversu stórar eru þær fórnir miðað við raunverulegar hamfarir allrar jarðarinnar eða mikils hluta hennar, til dæmis í formi hungursneyða og flóða? Það er eðlilegt og sjálfsagt að mannkynið nýti sér frjósemi og gjafmildi jarðarinnar, en það er herfileg misnotkun sem er nú að koma okkur í koll.Mikil ábyrgð Við eigum ekki Móður Jörð! Okkur hefur verið trúað fyrir þessari dásamlegu plánetu sem við höfum fengið til afnota, því fylgir mikil ábyrgð. Nýjasta og nærtækasta dæmið um þessi mál eru norðurslóðir. Það er auðvelt að sjá glampann í augum þeirra þjóða sem nú beina sjónum sínum að Grænlandi, því jökullinn er að bráðna og þá eygja menn mikinn gróða. Í öllum þessum fréttum, ráðstefnum og umtali um möguleika norðurslóða, líka fyrir Ísland, er umræða eða umhugsun um afleiðingar bráðnunarinnar nánast ekki nefnd. Það er eins og stundargróðinn loki augum manna fyrir heildarsýn á þessi mál. Það er vísindaleg staðreynd að hundruð ef ekki þúsundir plantna og dýrategunda deyja út árlega og víða eru margar dýrategundir í mikilli útrýmingarhættu. Gefur þetta ekki skýr skilaboð um áhrif mengunar á vistkerfi jarðarinnar, um ábyrgð okkar og alvöru málsins? Ég lifi enn í þeirri von að okkur takist að snúa þessari óheillavænlegu þróun við en til þess þarf hugarfarsbreytingu svo um munar. Ég vona að þeir sem þekkja mátt bænarinnar biðji fyrir ráðamönnum þessa heims. Það er ábyggilega ekki alltaf auðvelt fyrir þessa ráðamenn að fylgja rödd hjarta síns í mikilvægum ákvörðunartökum, því sótt er að þeim úr öllum áttum og þar eru auðhringar, stórfyrirtæki og hagsmunaaðilar úr fjármálaheimi fremstir í flokki. Í þessu máli er framtíð jarðarinnar í húfi. Að lokum læt ég fylgja með þessu greinarkorni litla hugleiðingu um jörðina sem kom til mín í flugi á leið til Kaupmannahafnar frá Beijing sumarið 2012. Það sást til jarðar nánast alla leiðina því veður var einstaklega heiðskírt og bjart. Lofsöngur til jarðar Ó, þú dásamlega pláneta. Nú hef ég svifið yfir lendum þínum í fljúgandi áldreka. Yfir fjöllum, ökrum, eyðimerkum, skógum, vötnum og fljótum. Í sjónhending skynjað fegurð þína, frjósemi, stórbrotið form þitt og mikilfengleik. Í þúsundir ára hefur þú nært okkur, fætt og klætt. Mikil er ábyrgð okkar nú á ögurstund. Erum við verð þess trausts sem þú hefur sýnt okkur með fordæmi þínu og ólýsanlegu jafnaðargeði? Við börnin þín höfum nú mátt til að knýja þig til uppgjafar og þar með binda endi á sköpun þína, fegurð og umhyggju. Eru þetta örlög barna þinna: að skera endanlega á þann lífsstreng sem enn titrar og hljómar?
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun