Hækkun frístundakortsins Eva H. Baldursdóttir skrifar 2. maí 2014 08:52 Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Þátttaka barna og unglinga í skipulagðri æskulýðsstarfsemi, til dæmis í íþróttum, tónlist og dansi, hefur mikið forvarnargildi eins og rannsóknir hafa sýnt. Þátttakan skapar festu í lífi einstaklingsins og veitir umgjörð um vinasamskipti á jafningjagrundvelli, en í frístundastarfi eru börnin allajafna á eigin forsendum.Jöfn tækifæri Eitt meginmarkmið okkar jafnaðarmanna er að tryggja jöfn tækifæri. Það leiðir til þess að markmið okkar starfs í Reykjavík þegar kemur að skipulagðri æskulýðsstarfsemi er að stuðla að jöfnu aðgengi barna og unglinga óháð aðstæðum, hvort heldur félagslegum eða fjárhagslegum til dæmis vegna uppruna eða vegna fátæktar. Við teljum að það sé hlutverk okkar að tryggja að öll börn búi við það umhverfi að þau geti hlúð að sínum hæfileikum. Með því sköpum við heilbrigt, gefandi og hamingjuríkt samfélag.Okkar verk En hvað höfum við gert í borginni? Árið 2011 settum við að stað verkefnið Ódýrari frístundir – til að stuðla að aukinni þátttöku í frístundum og ná til jaðarhópa. Jafnframt var unnið að því að sporna við brottfalli. Eftir hrun og í niðurskurði í kjölfar þess stóðum við vörð um frístundastyrkinn „frístundakortið“ sem gildir fyrir 6-18 ára, og hækkuðum fjárhæð kortsins um 20 prósent núna í ár. Að sama skapi hefur verið lagt upp með að tryggja fjölbreytt framboð þannig að hver geti fundið frístundastarf við sitt hæfi. Tölur sýna að þátttaka barna í skipulagðri æskulýðsstarfsemi hefur aukist frá árinu 2009 og boðið er upp á talsvert fleiri greinar í dag en árið 2009.50 þúsund króna styrkur En við viljum gera betur. Fyrst þarf að lækka frístundakostnað barnafólks en fjárhagur foreldra má ekki hafa áhrif á tækifæri barna og unglinga til þátttöku. Þátttaka í frístundastarfi er einn stærsti kostnaðarliður heimilanna, einkum fyrir barnmargar fjölskyldur. Í dag eru þátttökugjöld að meðaltali um 60.000 krónur á ári í íþróttum, um 72.000 krónur í dansi og 122.000 krónur í tónlist. Sá kostnaður er án kostnaðar fyrir búnað eða hljóðfæri sem nauðsynleg eru fyrir viðkomandi grein. Ljóst er að kostnaður hjá pari með þrjú börn á aldrinum 6-18 ára í frístundastarfi getur farið vel yfir 250.000 á ári, ef miðað er við þátttökugjöldin ein og sér og aðeins eitt starf á hvert barn. Þess vegna ætlum að hækka frístundakortið upp í 50 þúsund kr. í skrefum á næsta kjörtímabili, í samráði við íþrótta- og æskulýðshreyfinguna. Þannig tryggjum við jöfn tækifæri barna og unglinga, hugum að fjárhag barnafjölskyldna og hvetjum til lýðheilsu á sama tíma.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun