Tækifæri í umhverfismálum Elín Hirst skrifar 5. maí 2014 09:16 Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Eins og allt hugsandi fólk hef ég áhyggjur af því hvernig við göngum um plánetuna Jörð og hvernig við munum skila henni til afkomenda okkar. Nýleg skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sýnir að tími er kominn til að snúa við blaðinu og vona að það sé ekki of seint. Margt smátt gerir eitt stórt. Eitt af því sem mér fannst til eftirbreytni í þessum efnum nýlega var þegar eigendur fiskbúðarinnar í hverfinu mínu brydduðu upp á þeirri nýjung að selja viðskiptavinum sínum bréfpoka í stað plastpoka. Ég hef einnig tekið eftir því að æ fleiri koma með innkaupatuðrur með sér þegar þeir kaupa í matinn í stað þess að kaupa plastpoka. Þetta finnst mér til fyrirmyndar og mig langar sjálfa að taka upp nýja siði í þessum efnum. Á dögunum kynntist ég enn einni umhverfisvænu nýjunginni. Það eru heimilisplastpokar úr maíssterkju sem eru uppleysanlegir úti í náttúrunni, en það tekur venjulega plastpoka mörg hundruð ár að eyðast þar eftir því sem ég kemst næst. Fleira er að breytast. Nú eru bílaframleiðendur farnir að horfa til koltrefja í stað stáls við bílaframleiðslu til að spara eldsneyti og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Koltrefjar eru afar létt og sterkt efni sem hentar vel við smíði bíla og með notkun þess er hægt að létta farartækin svo þau þurfi minna af orku. Nýlega svaraði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni alþingismanni um koltrefjaframleiðslu á Íslandi þar sem fram kemur að Ísland er meðal samkeppnishæfustu landa hvað kostnað varðar vegna koltrefjaframleiðslu. Framleiðsla koltrefja krefst orku sem Íslendingar eru í fremstu röð við að búa til á sjálfbæran og hagkvæman hátt, auk þess sem lega landsins milli Evrópu og Ameríku er ákjósanleg. Í Skagafirði eru menn farnir að undirbúa stofnun fyrirtækis til framleiðslu á koltrefjum. Þar verður spennandi að fylgjast með. Það er mikilvægt að við Íslendingar hugsum til framtíðar í umhverfismálum og nýtum þannig þau tækifæri sem þar skapast til að góðra verka.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun