Hver ber ábyrgð á Orkuveitu Reykjavíkur? S. Björn Blöndal skrifar 5. maí 2014 00:00 Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Af öllum innviðum Reykjavíkurborgar, og sannarlega eru þeir margir og mikilvægir, þá er Orkuveita Reykjavíkur líklega sá mikilvægasti. Neysluvatn, ljós, hiti, rafmagn, frárennsli, allt eru þetta lífsnauðsynleg gæði sem íbúar telja til sjálfsagðra réttinda að hafa aðgang að. Hlutverk borgaryfirvalda er öðru fremur að tryggja íbúum Reykjavíkurborgar þau mannréttindi sem talin eru forsenda farsæls lífs í nútímasamfélagi, þar á meðal grunnþjónustuna sem Orkuveita Reykjavíkur veitir. Borgaryfirvöld bera því ekki aðeins ábyrgð á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Þeim ber einnig að sjá til þess að rekstur hennar sé öruggur og óslitinn. Núverandi borgarstjórnarmeirihluta, undir forystu Jóns Gnarr borgarstjóra, hefur tekist að tryggja að rekstur Orkuveitu Reykjavíkur sé með réttu lagi. Það er sjálfsagður þáttur í því að tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Í upphafi þess kjörtímabils sem nú er að líða blés ekki byrlega í rekstri Orkuveitunnar. Tekið var á því með markvissum hætti. Þetta var þríþætt verkefni: a) Sérstök nefnd greindi ástæður þess að Orkuveita Reykjavíkur var komin í vanda. Niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir í rannsóknarskýrslu. Ábendingar um nauðsynlegar úrbætur sem fram komu í skýrslu nefndarinnar voru teknar til greina og við þeim var brugðist. b) Hópur sérfræðinga með viðeigandi þekkingu og reynslu var fenginn til að leiða reksturinn á rétta braut. Stjórn OR mótaði skýra og einfalda áætlun um nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja rekstur fyrirtækisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og aðra eigendur. c) Kjörnir fulltrúar í eigendasveitarfélögunum hafa mótað Orkuveitu Reykjavíkur eigendastefnu til lengri tíma og sett rekstri fyrirtækisins ramma sem tryggir öryggi í rekstri þess til langframa. Í lok kjörtímabilsins er rekstur Orkuveitu Reykjavíkur tryggur og í föstum skorðum og öllum hagsmunaaðilum ljóst hvaða áherslur ráða ferðinni til framtíðar. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur tekið ábyrgð á rekstri fyrirtækisins og skilar honum frá sér í miklu betra horfi en þegar við var tekið. Viðsnúningurinn á rekstri Orkuveitunnar sýnir hverju nýjar leiðir forystu og samvinnu geta skilað. Reykjavík á það skilið að haldið sé áfram á sömu braut.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun