Takmarkaður efnahagslegur ávinningur Árni Páll Árnason skrifar 9. maí 2014 07:00 Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn rakti ég þann augljósa galla á skuldaleiðréttingartillögum ríkisstjórnarinnar að þær flytja fé til fólks sem hagnaðist jafnvel á þróun síðustu ára, en bæta ekki forsendubrestinn hjá þeim sem urðu fyrir honum. En það eru ekki einu ókostirnir við útfærslu ríkisstjórnarinnar. Seðlabankinn hefur lagt mat á afleiðingar aðgerðanna. Niðurstaða þeirrar greiningar er sláandi: Verðbólga verður meiri, vextir hærri, fjárfesting minni og gengi veikara en ella. Aðgerðin er ekki miðuð við þá sem skulda mikið í húsnæði sínu og eiga erfitt með að láta enda ná saman. Þess vegna mun hún leiða til aukinnar eftirspurnar og skuldsetningar, þar sem þeir sem ekki skulda mikið og bera lítinn húsnæðiskostnað munu að öllum líkindum nýta aukið svigrúm til að kaupa meira eða skuldsetja sig á nýjan leik. Afleiðing þess verður þrýstingur á gengið, vegna þess að aukin spurn verður eftir innfluttum vörum – ísskápum, bílum og því um líku. Aukinn kaupmáttur fólks sem ber lítinn húsnæðiskostnað mun leita út í verðlag og auka verðbólgu. Þessu mun Seðlabankinn svara með því að hækka vexti, ef takast á að hemja verðbólguna. Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að vextir verði heilu prósentustigi hærri en að óbreyttu. Þetta eru vextirnir sem fólk borgar af yfirdráttarlánunum sínum og bílalánunum. Þetta eru vextirnir sem fyrirtækin eru að borga af lánum sem þau hafa tekið til að kaupa búnað og tæki. Þess vegna gerir Seðlabankinn ráð fyrir að fjárfesting verði minni en ella og þar með hægi á fjölgun starfa. Það kemur verst niður á langtímaatvinnulausum og ungu fólki sem er að fara á vinnumarkaðinn. Fjármagnseigendur munu aftur á móti njóta hærri vaxta. Við munum því öll bera kostnað af þessum aðgerðum hvort sem við skuldum í húsnæði eða ekki. Þeir sem eru á lægstu laununum og annað hvort leigja eða skulda lítið í húsnæði munu njóta í litlu eða engu, en bera til fulls kostnað af aukinni verðbólgu og hærri vöxtum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun