Er hægt að vera á móti? Árni Páll Árnason skrifar 15. maí 2014 07:00 Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í þremur greinum hér í Fréttablaðinu hef ég rakið helstu ágalla á skuldafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Höfuðágallinn er óréttlætið. Aðgerðin nær ekki með sambærilegum hætti til fólks í sambærilegri stöðu og engin tilraun er gerð til að greina þann hóp sem er í vanda og hefur mátt þola að skuldir hafa hækkað meira en húsnæði. Engin tilraun hefur verið gerð til að skilja frá þá sem hafa hagnast á fasteignakaupum sínum á undanförnum áratugum, hafa því ekkert tjón liðið og hafa mjög lítinn húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að nýta almannafé til að lækka skuldir auðugasta fólks landsins. Af hverju má ekki setja tekju- og eignamörk á aðgerðina? Skuldaleiðréttingin nær ekki til mikils fjölda fólks sem er með verðtryggð lán og verðtryggðan húsnæðiskostnað. Það er óskiljanlegt og órökstutt að leigjendur og búseturéttarhafar séu með sérstöku ákvæði undanþegnir leiðréttingu. Það er auðvelt að koma til móts við þá sem leigja hjá lokuðum leigufélögum og eigendur búseturéttar. Við í Samfylkingunni munum gera tillögu um að ríkustu 15% þjóðarinnar fái skerta skuldalækkun og ríkustu 5% þjóðarinnar fái ekki skuldaniðurfellingu. Við munum líka leggja til að einstaklingar með skuldlausa eign yfir 20 milljónum og hjón með skuldlausa eign yfir 30 milljónum króna fái ekki skuldaniðurfellingu. Þessi afar hóflega takmörkun aðgerðarinnar í réttlætisátt dugar til að fjármagna sambærilega úrlausn fyrir leigufélög og húsnæðissamvinnufélög. Þá munu Félagsstofnun stúdenta og hússjóður Öryrkjabandalagsins geta lækkað leigu til sinna leigjenda, til samræmis við leiðréttinguna sem þeir fá sem búa í eigin húsnæði. Þá geta búseturéttarhafar í Búseta og Búmönnum fengið sömu úrlausn og aðrir. Þessar breytingar mundu gera aðgerðirnar réttlátari og sanngjarnari. Er hægt að vera á móti þeim? Þingmenn ríkisstjórnarinnar þurfa að svara þeirri spurningu á Alþingi í vikunni.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun