Vistheimt gegn náttúruvá Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. maí 2014 07:00 Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Formennskuáætlun Íslands ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“ og eru þessi hugtök grunngildin í stærstu formennskuverkefnum okkar. Norræna lífhagkerfið er eitt þessara verkefna en það gengur út á að leita leiða til að nýta betur lífrænar auðlindir okkar og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Lífrænar auðlindir eru einfaldlega allar lifandi auðlindir sem gefa af sér hráefni á borð við fiskafla, beitilönd, landbúnaðarafurðir og skóga sem nýtt eru til verðmætasköpunar. Tryggja þarf heilbrigði vistkerfanna til að þau geti staðið af sér það álag sem fylgir athöfnum jarðarbúa og náttúruhamförum af ýmsu tagi. Eitt þeirra verkefna sem ráðist hefur verið í undir yfirskrift Norræna lífhagkerfisins kallast „Vistheimt gegn náttúruvá“ (ERMOND) en það er leitt af Landgræðslu ríkisins og Veðurstofunni. Markmið þess er að greina á hvern hátt sé hægt að auka þanþol vistkerfa gegn náttúruvá. Þátttakendur í verkefninu eru stofnanir frá öllum Norðurlöndunum sem sinna náttúruvá og endurheimt vistkerfa. Þetta verkefni er afar mikilvægt, ekki síst í ljósi þess að árlega hafa náttúruhamfarir áhrif á líf og lífsafkomu um 200 milljóna jarðarbúa, tugþúsundir farast og eignatjón er gríðarlegt. Manntjón er mest í fátækari ríkjum heims, en í vestrænum ríkjum er tjón einnig tilfinnanlegt, svo sem vegna snjóflóða, storma, eldgosa og vatnsflóða. Vaxandi áhugi er á að nýta betur getu vistkerfa til að draga úr náttúruvá. Vitað er að votlendi og óshólmasvæði draga mjög úr flóðahættu og skóglendi binda eldfjallaösku og hindra þannig að hún valdi spjöllum. Skynsamleg nýting og uppbygging á lífauðlindum getur þannig stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga. Verkefninu „Vistheimt gegn náttúruvá“ er ætlað að stuðla að því að nýta þau tækifæri sem búa í norrænum vistkerfum til að draga úr náttúruvá. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun