Snúast kosningar til sveitarstjórna um alvörumál? Eydís K. Sveinbjarnardóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifar 22. maí 2014 07:00 Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Eitt af lögbundnum hlutverkum sveitarfélaga er að sjá til þess að geðfatlaðir fái viðeigandi búsetuúrræði. Það var sett í löggjöf árið 1992 en reyndi lítið á fyrr en upp úr aldamótum. Við stefnumótun og endurskoðun í rekstri geðdeilda var ákveðið að loka stofnanavæddum geðdeildum og taka upp gagnreynda stefnu annarra landa varðandi samfélagsgeðlækningar. Geðfatlaðir skyldu eiga heima í samfélaginu og njóta þjónustu geðdeilda þegar þeir þyrftu á spítalaþjónustu að halda. Átak var gert í búsetumálum geðfatlaðra á árunum 2006-2010. Það verkefni var kallað Straumhvarfaverkefni og miðaði að því að finna geðfötluðum viðeigandi búsetuúrræði í samfélaginu. Í Reykjavík var vettvangsgeðteymi stofnað, sem er samvinnuverkefni Geðsviðs Landspítala og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Teymið hefur það að markmiði að auka samfellu í þjónustu, lífsgæði og færni til daglegs lífs hjá geðfötluðum sem eiga sitt heimili í búsetukjörnum á vegum borgarinnar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að nýgengi þeirra geðfatlaðra sem þurfa búsetu til dæmis í Reykjavík sé um það bil átta manns á ári. Nú er svo komið að ekki hefur bæst við nýtt sértækt búsetuúrræði fyrir geðfatlaða frá árinu 2010. Í dag teppa 19 einstaklingar pláss á Geðsviði Landspítala vegna skorts á viðunandi búsetuúrræðum. Reykvíkingar eru í miklum meirihluta í þeim hópi og er líklegasta skýringin sú að þar búa flestir landsmenn. Í nýlegri rannsókn á högum fatlaðs fólks kemur fram að hlutfall öryrkja er hæst í Reykjavík. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að flestir sem ákvarða búsetu eftir þjónustu kjósa að búa í höfuðborginni. Reykjavíkurborg hefur staðið sig einna best af sveitarfélögum landsins við að búa til úrræði og þjónusta þennan hóp en betur má ef duga skal.Batinn í hættu Af þessum 19 einstaklingum hafa 13 beðið í sex mánuði eða lengur eftir að geðendurhæfingu er lokið. Þetta fólk er tilbúið til útskriftar en er fast á geðdeildum vegna skorts á viðeigandi úrræðum. Þessi staða er óviðunandi og verður þess oft valdandi að markmið endurhæfingar og sá bati sem fólk hefur náð er í hættu. Þess má geta að kostnaður samfélagsins við hvern sjúkling sem liggur á geðdeild er varlega áætlaður um 100.000 krónur á sólarhring. Sértæk búsetuúrræði eru því án efa hagkvæmari kostur fyrir samfélagið, auk þess sem þau fela í sér aukin lífsgæði fyrir þá sem glíma við geðsjúkdóma. Í ljósi þessa er mikilvægt að hafa í huga að heildarfjöldi þeirra legurýma sem endurhæfingardeildir hafa yfir að ráða eru um 40 og því óhætt að segja að tæplega helmingur þeirra sé tepptur. Velferðarráð Reykjavíkurborgar ætlaði að leysa búsetumálin á sl. árum með því að fela Félagsbústöðum að kaupa 32 einstaklingsíbúðir fyrir geðfatlaða 2012-2014 sem áttu að vera í nágrenni við búsetukjarna fyrir geðfatlaða. Það má segja að velferðarráð hafi verið að bjarga sér fyrir horn. Staðan núna á árinu 2014 er að 12 íbúðir af þessum 32 hafa verið keyptar og ekkert fjármagn verið eyrnamerkt til að þjónusta þá einstaklinga sem þar munu búa. Þjónusta sveitarfélaganna er afar misjöfn og framboð af félagslegu leiguhúsnæði og sértækum búsetuúrræðum er ekki sambærilegt milli sveitarfélaga. Það er óásættanleg staða fyrir geðfatlaða að bíða á geðdeildum eftir að hafa lokið geðendurhæfingu. Þessi staða má þó ekki verða til þess að snúið verði til baka í að útbúa stofnanir fyrir geðfatlaða og missa sýn á þeirri eðlilegu kröfu að geðfatlaðir eigi heimili í samfélaginu. Að okkar mati er um alvörumál að ræða. Við höfum þó ekki heyrt í neinu framboði til sveitarstjórna sem leggur metnað sinn í þennan málaflokk. Við ætlum að kjósa með geðfötluðum!
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun