Hross í oss í sýningar í Ameríku Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Friðrik Þór segir Music Box eingöngu hafa myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðarlega athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem nú er að klárast, en dreifingarfyrirtækið Music Box hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í Norður-Ameríku. „Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur einungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snærum,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi myndarinnar, en Music Box á til að mynda réttinn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratugarins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar, eru í góðum höndum. Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni, Þýskalandi, Japan, í Rússlandi og Eystrasaltslöndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgóslavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís. „Það er auðvitað mikill heiður að þetta meistarastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dagskrá er að frumsýna myndina í þessum löndum. Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut, sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira