Tökur á Hjartasteini hefjast næsta sumar Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 26. maí 2014 10:30 Guðmundur fer í tökur á Hjartasteini á næsta ári. Vísir/Valli „Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Prógrömm eins og þessi gefa ungu kvikmyndagerðarfólki meiri möguleika,“ segir leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson. Hann fór á kvikmyndahátíðina í Cannes að kynna handrit kvikmyndar sinnar, Hjartasteins, á vegum Cannes Residence. Guðmundur fékk Cannes Residence í kjölfar verðlauna sem hann hlaut fyrir stuttmynd sína Hvalfjörð í fyrra, ásamt framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni. Cannes Residence býður upp á sex mánaða dvöl í París til að vinna að handritsþróun, hitta leikstjóra og taka þátt í ákveðnum díalóg. „Þau einfalda ferlið og opna dyr. Það að hafa tækifæri til að taka góðan tíma í þróun eins og í gegnum Cannes Residence með aðgangi að fagaðilum er ómetanlegt,“ segir Guðmundur. Guðmundur og Anton áætla að hefja tökur á Hjartasteini næsta sumar. Myndin segir frá sterku vinasambandi tveggja stráka. Á meðan hinn þrettán ára Þór er að yfirstíga óttann gagnvart stelpum með aðstoð besta vinar síns, Kristjáns, er Kristján að horfast í augu við leyndarmál sem hann vill ekki samþykkja.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira