Stoltur af afrekinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2014 07:00 Bjarki Már Elísson átti gott fyrsta tímabil í herbúðum Eisenach. vísir/Stefán Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Bjarki Már Elísson, hornamaður Eisenach stóð sig vel á sínu fyrsta tímabili í þýsku 1. deildinni í handbolta. Bjarki gekk til liðs við Eisenach síðasta sumar en hann varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Þrátt fyrir að Eisenach hafi á endanum fallið úr deildinni var Bjarki nokkuð sáttur með eigin spilamennsku. „Það er auðvitað svekkjandi að hafa fallið úr deildinni en þetta var lærdómsríkt tímabil. Það var margt nýtt sem ég fór í gegn um á tímabilinu en ég var nokkuð sáttur með eigin frammistöðu,“ sagði Bjarki, sem var ánægður með reynsluna sem hann fékk á tímabilinu.Náði flestum mínum markmiðum „Hérna úti eru fleiri æfingar og fleiri leikir. Þetta er það sem maður sækist eftir og ég hef lært helling á þessum tíma. Þetta er mun sterkari deild en sú íslenska með sterkari leikmenn og hver einasti leikur hérna er hörku leikur. Það er líka töluvert skemmtilegra að spila alltaf fyrir mörg þúsund manns í staðinn fyrir nokkur hundruð eins og heima. Maður vill vera í sviðsljósinu og spila fyrir framan fjölda af fólki og reyna að skemmta því, til þess er maður í þessu.“ Bjarki var markahæstur Íslendinga á tímabilinu og var hann sáttur með þann árangur. „Það er mikið af góðum Íslendingum í þessari deild og ég er mjög stoltur af því að vera markahæstur Íslendinga þegar upp er staðið. Ég náði flestum mínum einstaklingsmarkmiðum á tímabilinu þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki verið neitt sérstakt.“ Bjarki skrifaði undir nýjan samning fyrr í vetur og er búinn að koma sér vel fyrir í Þýskalandi. Hann kvaðst vera spenntur fyrir næsta tímabili með Eisenach. „Mér líður mjög vel hérna, ég og kærastan mín erum búin að koma okkur vel fyrir. Það hjálpar að hafa Íslendinga í næsta nágrenni sem eru tilbúnir að hjálpa okkur. Ég hef ekkert heyrt af áhuga annarra liða. Ég hef ekkert verið að fylgjast með þessu frá því að ég skrifaði undir nýja samninginn. Ég reyni bara að einbeita mér að handboltanum. Áform liðsins er að reyna að halda kjarnanum og fara beint upp aftur. Þessi klúbbur á heima í 1. deildinni.“Vonast eftir tækifærinu Bjarki hefur leikið átta landsleiki og skorað í þeim fjórtán mörk en samkeppnin er hörð. Hann er að berjast við Guðjón Val Sigurðsson og Stefán Rafn Sigurmarsson í leikmannahópi Arons Kristjánssonar. „Ég hef lítið velt þessu fyrir mér, ég veit að Guðjón Valur á eftir að koma inn og Stefán og ég verð bara að sjá hvernig þetta fer. Ég ætla bara að reyna að standa mig í þeim verkefnum sem ég er tek þátt í og sjá til hvernig það fer,“ sagði Bjarki Már Elísson brattur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Hópurinn fyrir Portúgalsleikina klár Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta valdi í dag 29 manna landsliðshóp fyrir landsleikina sem eru framundan gegn Portúgal. 27. maí 2014 17:30