Þrjár flugur í einu höggi Brynjar Guðnason og Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 28. maí 2014 09:00 Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar