Kjósum valfrelsi Halldór Halldórsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Halldór Halldórsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Reykvíkingar kjósa á laugardaginn hvaða stefnu þeir vilja að verði fylgt í borgarstjórn næstu fjögur ár. Við Sjálfstæðismenn bjóðum skýran valkost við þá stefnu sem hefur verið fylgt á liðnu kjörtímabili. Frá síðustu kosningum hafa skattar og gjöld á meðalfjölskyldu í Reykjavík hækkað um rúmar 400.000 krónur. Að stórum hluta eru þetta ónauðsynlegar álögur á borgarbúa, til komnar af því að kjörnir fulltrúar hafa ekki sinnt þeirri skyldu að sníða borgarkerfinu stakk eftir vexti. Við ætlum að breyta þessu og lækka skatta á fjölskyldur í Reykjavík. Um leið og við lækkum kostnað íbúanna, viljum við að þeir hafi miklu meira val um þjónustu. Við ætlum að bæta þjónustu við barnafjölskyldur og taka upp greiðslur til að brúa biðlistabilið frá fæðingarorlofi til leikskóla. Það kostar þá álíka mikið að hafa barn hjá dagforeldri og á leikskóla – eða fólk nýtir greiðsluna beint og getur skipst á að vera heima eða á vinnumarkaði. Foreldrar og kennarar setja börnin í fyrsta sæti. Það á kerfið að gera líka. Við viljum opna aðgang foreldra að upplýsingum um árangur og útkomu skólanna í borginni þannig að þeir hafi meira aðhald og hvata til að standa sig ennþá betur. Við viljum að fólk geti auðveldlega valið um skóla, því að mismunandi skólar henta mismunandi fólki. Við vörum við loforðum meirihlutans um allt að 3.000 nýjar leiguíbúðir. Ef það er svona auðvelt að framkvæma þau, af hverju hafa þá miklu færri félagslegar íbúðir verið byggðar á þessu kjörtímabili en áratuginn á undan? Við viljum ekki taka þá áhættu með fé skattgreiðenda sem felst í að borgin fari að byggja og gerist leigusali á almennum leigumarkaði. Við viljum virkja markaðinn með meira lóðaframboði og breyttum gatnagerðargjöldum, sem hvetja til þess að byggt verði bæði smátt og stórt, húsnæði sem hentar öllum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur í öllum málum áherslu á að fólk stjórni lífi sínu sjálft og geti valið opinbera þjónustu sem hentar því best. Við erum til þjónustu reiðubúin.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar