Ungt fólk og tómstundir í Mosó Sigrún Pálsdóttir skrifar 29. maí 2014 07:00 Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það hefur vakið heimsathygli hvað tónlistarlíf á Íslandi er blómlegt og hafa erlendir blaðamenn oft haft á orði að fjöldi efnilegra tónlistarmanna hér sé í rauninni ótrúlegur miðað við mannfjölda. Svona menningarverðmæti verða ekki til af sjálfu sér eins og dæmin sanna í Mosfellsbæ. Hér eru öflugar uppeldisstofnanir fyrir tónlistarfólk. Listaskóli Mosfellsbæjar fer þar fremstur, svo lúðrasveitin, skólarnir og kórarnir sem setja mikinn svip á bæjarlífið. Afraksturinn hefur verið framúrskarandi. En erum við þá ekki bara í góðum málum? Að sumu leyti en ekki öllu. Eftir að tónlistarnámi lýkur í Listaskólanum er ekki í boði neitt æfingahúsnæði fyrir ungt fólk til að þróa áfram tónlist sína. Úr þessu þarf að bæta vilji sveitarfélagið styðja við bakið á upprennandi tónlistarfólki. Óvissa ríkir einnig um framtíðarhúsnæði Listaskólans og þar var kennurum fækkað í kjölfar hruns sem leitt hefur til þess að biðlisti eftir plássi er sá lengsti á höfuðborgarsvæðinu, yfir 120 börn. Vandinn er alvarlegur og uppsafnaður eins og húsnæðisekla skólanna. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf er í Mosfellsbæ og er Ungmennafélagið Afturelding burðarás í íþróttastarfi, hestamannafélagið Hörður, skátarnir og fleiri félög eru líka með öfluga starfsemi. Íbúahreyfingin gerir lýðheilsusjónarmiðum hátt undir höfði og leggur áherslu á að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar á útisvæðum í íbúðarhverfum. Þannig mætti fjölga hjólabrettapöllum og sparkvöllum sem eru vinsælir. Eins mætti koma upp aðstöðu fyrir útiblak sem er eftirsótt íþrótt erlendis. Aðstaða fyrir frisbígolf kostar lítið og áhugi er á skólahreystivöllum. Ýmislegt fleira má gera til að gera Mosfellsbæ spennandi í augum ungs fólks. Íbúahreyfingin telur við hæfi að tómstundaávísun gildi fyrir framhaldskólanema til tvítugs. Með því væri hægt að gera þeim mögulegt að stunda það tómstundastarf sem þeir vilja. Bótaþegar ættu líka að njóta sömu réttinda til að draga úr félagslegri einangrun og efla bæjarlífið í leiðinni. Ljóst er að þótt ýmislegt sé vel gert í tómstundamálum í Mosfellsbæ má margt betur fara. Mikilvægast er að vinna markvisst að uppbyggingunni og sjá til þess að hún gerist jafnt og þétt og í samráði við þá hópa sem þjónustuna nota svo sem ungmennaráðið sem Íbúahreyfingin vill gjarnan efla.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun