Gerum skófatnað gjaldfrjálsan Guðmundur Edgarsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Vinstri-grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar nú í vor er að gera leikskóla og frístundaheimili gjaldfrjáls fyrir lok næsta kjörtímabils. Uppræta verði fátækt og koma í veg fyrir sívaxandi mismunun. Flestir hljóta að taka undir þessi sjónarmið. Leikskólar og frístundaheimili eru jú hluti af grunnþjónustu sem allar fjölskyldur ættu að njóta.Skór hluti af grunnþörfum En Vinstri-græn ganga óþarflega skammt í stefnu sinni. Hugtakið grunnþjónusta á nefnilega víðar við. Tökum sem dæmi skó. Nær útilokað er að komast í gegnum lífið án skóa. Jafnframt er ljóst að skófatnaður er dýr. Heyrst hefur að sumar fjölskyldur dragi það fram úr hófi að endurnýja skófatnað barna sinna vegna peningaleysis. Jafnvel eru dæmi þess að systkini séu látin skiptast á skóm! Þetta getur verið meiri kostnaður en hlýst af ýmsu öðru sem er niðurgreitt á vegum hins opinbera, t.d. tannviðgerðir fyrir ungmenni. Þó er hægt að fyrirbyggja tannskemmdir að mestu leyti með því að draga úr sælgætisáti og bursta tennurnar. Fólk hefur engin sambærileg úrræði gagnvart skóm.Óreiða á skómarkaði Annað vandamál er, að algjör ringulreið ríkir á hinum frjálsa skómarkaði. Hver sem er má flytja inn og selja hvaða gerð af skóm sem hann vill. Þá er ekki gerð nein krafa um menntun skókaupmanna. Skófræðingur er ekki enn orðið lögverndað starfsheiti! Ennfremur er ekkert eftirlit með endingartíma skófatnaðar. Neytandinn er því berskjaldaður gagnvart ýmis konar svikum. Dæmi eru um fólk sem hefur keypt dýra skó sem entust ekki út árið! Og hver stjórnar verðlagningu á skóm? Svo virðist sem skókaupmenn geti bara sett hvaða verðmiða á sem þeim þóknast!Samfélagsleg fjárfesting Góðar skóbúðir eru fjárfesting fyrir allt samfélagið í heild. Hvernig haldið þið að viðskipti gengju fyrir sig ef fólk kæmist ekki erinda sinna vegna skóleysis? Það er því deginum ljósara að hver króna sem ríkið leggur í skóbúðir mun skila sér margfalt til baka í formi aukinna viðskipta og verðmætasköpunar. Til dæmis er ljóst að erlend fjárfesting mun aukast til muna ef Íslendingar eru vel skóaðir. Og þannig græðum við öll, ekki satt? Gerum því skó gjaldfrjálsa, aukum verðmætasköpun í þjóðfélaginu og drögum úr félagslegum ójöfnuði í leiðinni. Í raun er þetta spurning um mannréttindi og samfélagslega ábyrgð. Um það hlýtur þú, lesandi góður, að vera sammála, nema þú sért einn af þessum forhertu frjálshyggjumönnum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun