Að virða vilja borgarbúa Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 31. maí 2014 07:00 Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Þau sem krefjast kurteislegra samskipta verða að byrja á sjálfum sér. „Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig“. Samskiptaferlum borgarinnar við borgarbúa verður að breyta og hefja undirbúning mála fyrr í góðu samráði og á jafnræðisgrunni. Hættum að hugsa og tala um borgina sem yfirvald. Við sem sitjum í borgarstjórn eigum að treysta því að borgarbúar þekki sitt nærumhverfi best og að þeir séu best til þess fallnir að leiða fram góðar breytingar. Við verðum að læra af mistökunum. Engin borgarstjórn hefur efnt til jafn mikils ófriðar við borgarbúa og sú sem setið hefur undanfarin fjögur ár. Og kannski einmitt þess vegna hefur engin borgarstjórn verið jafn upptekin af því að tengja sig friði og friðarást. Aldrei hafa mótmæli verið fjölmennari og háværari. Það vill gleymast að frelsi til að mótmæla og koma með þeim hætti fram sjónarmiðum sínum eru mikilvæg grundvallarmannréttindi sem ber að virða og nálgast af hófsemd. Þegar um 70 þúsund undirskriftir voru afhentar í ráðhúsinu í fyrra vegna aðalskipulagsins var þeim sem afhentu mótmælin svarað með hálfkæringi. Ekkert tillit var tekið til mótmælanna. Sömu tilfinningu fengu foreldrar þegar þeir fylltu grunnskólana og mótmæltu fyrirhuguðum sameiningum skólanna í borginni. Á fundunum kraumaði undir réttlát reiði foreldra en samt reyndist lítill vilji hjá borgarstjórnarmeirihlutanum til að vinna með lýðræðislegum hætti að svo viðkvæmum og flóknum breytingum. Undirskriftir 12 þúsund manna virtust skipta litlu máli. Nýlega voru settar fram tillögur að hverfisskipulagi og enn og aftur var ekki haft samráð við borgarbúa enda þótt tillögurnar hefðu mjög skaðleg áhrif á umhverfisgæði og rétt íbúðareigenda. Aldrei fyrr hefur sveitarfélag boðað eignaupptöku í skipulagsáætlun. Viðbrögð úr öllum hverfum voru mjög sterk og einn virðulegur öldungur sagði í blaðaviðtali að fólk sem hann talaði við væri bara agndofa. Hörð viðbrögð sem þessi sýna að Reykvíkingar treysta því ekki að á þá sé hlustað nema þeir undirbúi sig undir átök að hætti Sturlunga. Það er á ábyrgð borgarfulltrúa að veita borgarbúum frelsi til að taka sjálfir ákvarðanir í mikilvægum málum. Það krefst þess að kjörnir fulltrúar hafi vilja og kjark til að treysta borgarbúum. Einungis þannig endurvekjum við traust.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun