Fortíðarþrá eða framtíðarsýn Már Ingólfur Másson skrifar 31. maí 2014 07:00 Ég fermdist árið 1996. Fermingardagurinn sjálfur er ekkert voðalega eftirminnilegur en gjafirnar eru það, sérstaklega utanlandsferðin til Köben að heimsækja stóra bróður. Ég man vel eftir því að sitja í Leifsstöð með Walkman-vasadiskó að hlusta á Skunk Anansie-kassettu, að sjálfsögðu kveikti ég á Dynamic Bass Boost til að fá meiri kraft í þetta. Þarna var ég að klára 8. bekk. Ofurtöffari með vasadiskó. 18 árum seinna sérðu aðeins vasadiskó á söfnum og stöku nytjamarkaði. Tækin hafa breyst, tölvur höfðu um það bil 8 mb vinnsluminni og geymslusvæði borðtölvunnar með túbuskjánum var um 1 gígabæt. Þráðlaust net var varla til nema í vísindaskáldsögum og farsímar nýlunda. 18 ár eru ekki langur tími en á þessum tíma hefur ansi margt breyst í samfélaginu okkar. Núna getum við keypt síma sem eru öflugri en fermingartölvurnar 1996. Við getum verið alls staðar í sambandi við alla, við höfum aðgang að upplýsingum sem fyrir 18 árum voru bara fyrir innvígða. Samfélagið er að mestu nettengt og stór hluti af samskiptum okkar fer fram í gegnum netið með einum eða öðrum hætti.Aftarlega á merinni Því skýtur það skökku við að Árborg sé svona aftarlega á merinni þegar kemur að nútímavæðingu skólanna. Ekki er við skólana sjálfa að sakast, veit ég af eigin raun að þeir eru tilbúnir í „stökkið“ yfir í nútímann. Ekki liggur boltinn hjá Fræðslusviði heldur. Ég leyfi mér að fullyrða að allir þeir sem koma að fræðslumálum í sveitarfélaginu eru tilbúnir, nú þurfa kjörnir fulltrúar að fylgja með! Vissulega er kostnaður fólginn í því að netvæða skólana en það er kostnaður sem margborgar sig. Við erum í dag að undirbúa stóran hluta grunnskólanema undir störf sem eru ekki til. Þráðlaust og opið net er ekki lúxusvara í skólum, það er jafnmikil nauðsyn og bækur og pennaveski. Nú stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu. Ætlum við að taka skrefið inn í nútímann, setja aukinn kraft í að netvæða ALLA skóla í Árborg, bæði leik- og grunnskóla, og gera það hratt og vel eða eigum við að grafa upp Sony Walkman með Dynamic Bass Boost og leyfa framtíðinni að þjóta fram hjá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ég fermdist árið 1996. Fermingardagurinn sjálfur er ekkert voðalega eftirminnilegur en gjafirnar eru það, sérstaklega utanlandsferðin til Köben að heimsækja stóra bróður. Ég man vel eftir því að sitja í Leifsstöð með Walkman-vasadiskó að hlusta á Skunk Anansie-kassettu, að sjálfsögðu kveikti ég á Dynamic Bass Boost til að fá meiri kraft í þetta. Þarna var ég að klára 8. bekk. Ofurtöffari með vasadiskó. 18 árum seinna sérðu aðeins vasadiskó á söfnum og stöku nytjamarkaði. Tækin hafa breyst, tölvur höfðu um það bil 8 mb vinnsluminni og geymslusvæði borðtölvunnar með túbuskjánum var um 1 gígabæt. Þráðlaust net var varla til nema í vísindaskáldsögum og farsímar nýlunda. 18 ár eru ekki langur tími en á þessum tíma hefur ansi margt breyst í samfélaginu okkar. Núna getum við keypt síma sem eru öflugri en fermingartölvurnar 1996. Við getum verið alls staðar í sambandi við alla, við höfum aðgang að upplýsingum sem fyrir 18 árum voru bara fyrir innvígða. Samfélagið er að mestu nettengt og stór hluti af samskiptum okkar fer fram í gegnum netið með einum eða öðrum hætti.Aftarlega á merinni Því skýtur það skökku við að Árborg sé svona aftarlega á merinni þegar kemur að nútímavæðingu skólanna. Ekki er við skólana sjálfa að sakast, veit ég af eigin raun að þeir eru tilbúnir í „stökkið“ yfir í nútímann. Ekki liggur boltinn hjá Fræðslusviði heldur. Ég leyfi mér að fullyrða að allir þeir sem koma að fræðslumálum í sveitarfélaginu eru tilbúnir, nú þurfa kjörnir fulltrúar að fylgja með! Vissulega er kostnaður fólginn í því að netvæða skólana en það er kostnaður sem margborgar sig. Við erum í dag að undirbúa stóran hluta grunnskólanema undir störf sem eru ekki til. Þráðlaust og opið net er ekki lúxusvara í skólum, það er jafnmikil nauðsyn og bækur og pennaveski. Nú stöndum við frammi fyrir einfaldri spurningu. Ætlum við að taka skrefið inn í nútímann, setja aukinn kraft í að netvæða ALLA skóla í Árborg, bæði leik- og grunnskóla, og gera það hratt og vel eða eigum við að grafa upp Sony Walkman með Dynamic Bass Boost og leyfa framtíðinni að þjóta fram hjá?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun