Raki, mygla – meinsemd, meðul Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 2. júní 2014 00:00 Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um vandamál af völdum raka og myglu í húsnæði hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Mannkyninu hefur enn ekki auðnast að vinna bug á þessari meinsemd þrátt fyrir miklar rannsóknir sem farið hafa fram á seinni tímum og þrátt fyrir hið flókna og umfangsmikla regluverk mannvirkjagerðar nútímans. Þetta gildir jafnt um Ísland sem og önnur lönd. Ég fagna umræðu um þetta mikilvæga málefni. Rannsóknir á myndun myglu, vexti og áhrifum hennar á fólk spannar yfir mörg fræðasvið, s.s. byggingaverkfræði, líffræði og læknisfræði. Skoða þarf málið með heildstæðum hætti og vinnur umhverfis- og auðlindaráðuneytið í því að skipa þverfaglegan starfshóp sem mun fara vandlega yfir málið og skila tillögum að úrbótum sem miða m.a. að því að koma í veg fyrir raka og myglusveppi í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Vöxtur myglu í híbýlum manna getur orsakast af mörgum samverkandi þáttum, svo sem raka, hitastigi, loftskiptum, byggingarefnum, hönnun, framkvæmd og jafnvel lífsstíl fólksins sem býr í húsnæðinu. Til að mynda skiptir loftraki í íbúðarhúsnæði verulegu máli því kjöraðstæður geta skapast innandyra á stöðum eins og baðherbergjum, þvottaherbergjum, kjöllurum, bílskúrum og víðar. Þá geta léleg loftskipti ýtt undir myndun myglusveppa og því þarf að gæta þess að útloftun eða loftræsting sé góð. Ef sveppurinn nær sér á strik getur hann haft neikvæð áhrif á heilsu fólks, sem er misberskjaldað fyrir áhrifum hans. Jafnframt er mikilvægt að auka fræðslu og vitund fólks um þennan óboðna gest og það flókna samspil sem á sér stað í aðdraganda myglumyndunar. Sömuleiðis þarf að hvetja til rannsókna sem og efla gerð leiðbeininga vegna mannvirkjahönnunar og -gerðar. Skoða þarf hvort efla þurfi eftirlit með því að ákvæðum reglugerða á sviði byggingarmála sé framfylgt ásamt því hvort ástæða sé til að skerpa á lögum og reglum á viðkomandi sviði sem og lagaumhverfi vátrygginga og ábyrgðar. Því er brýnt að umræðan sé á þverfaglegum grunni svo heildstæð niðurstaða og lausn fáist til framtíðar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar