Að næra ótta Árni Páll Árnason skrifar 5. júní 2014 07:00 Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á kosninganótt lét ég þau ummæli falla að íslensk stjórnmál hefðu glatað sakleysi sínu með moskuútspili Framsóknarflokksins og eftirleik þess. Mig langar að skýra þetta frekar. Við viljum líta á okkur sem fordómalaust og umburðarlynt samfélag og eigum erfitt með að viðurkenna annað. Og víst er um það að um margt hefur íslenskt samfélag verið til fyrirmyndar. Nægir þar að nefna hversu hratt við höfum snúist frá fordómum til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum. Og okkur finnst gott að halda þeirri hlið að umheiminum að við stöndum saman gegn fordómum, eins og best sást þegar við sendum Pollapönk til útlanda með þau skilaboð nú nýverið. En í þessu felst líka að við höfum kannski forðast að horfast í augu við það að fordómar eru til. Við sem höfum tekið þátt í stjórnmálum vitum það mætavel. Íslensk stjórnmál hafa hins vegar hingað til byggt á ákveðinni samstöðu um að gera þá ekki að pólitískum veiðilendum. Á því varð breyting í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Moskuútspil Framsóknarflokksins var vissulega eftirtektarvert fyrir það sem var beinlínis sagt en enn frekar fyrir það hvernig og hvenær það var sagt og hvernig því var leyft að liggja án skýringa til að gefa óttanum undir fótinn. Formanni flokksins – sem líka er forsætisráðherra landsins – var í lófa lagið að stemma þessa á að ósi en hann kaus beinlínis að gera það ekki. Með því tryggði hann flokknum ávinning af hinum hálfkveðnu vísum. Við höfum ýmis dæmi um sérkennilegan málflutning af hálfu Framsóknar að þessu leyti á undanförnum misserum. Þess vegna hlýtur Framsóknarflokkurinn að þurfa að skýra nákvæmlega afstöðu sína í útlendingamálum. Niðurstaða kosninganna er sú að útspil af þessum toga geta aflað stjórnmálaafli fylgis. Það er barnaskapur að halda að það gerist ekki aftur. Þvert á móti er árangur Framsóknarflokksins í Reykjavík nú þess eðlis að óhjákvæmilegt er að einhver öfl – ný eða gömul – munu róa á þessi mið fyrir næstu kosningar. Við því þarf að bregðast.Ræðum um staðreyndir Við verðum að takast á við þessa nýju stöðu og leggja betri grunn að umræðu um útlendinga og innflytjendur. Ísland liggur í þjóðbraut vegna breyttra atvinnuhátta. Land sem fær nú stærstan hluta útflutningstekna af ferðaþjónustu mun aldrei aftur geta verið lokað útlendingum með sama hætti og var fyrir opnun landsins með EES-samningnum. Land sem tekur á móti hátt í milljón ferðamönnum á ári getur aldrei aftur haft útlendingaeftirlit á skemmtistöðum og biðröð í vegabréfaskoðuninni eins og í gamla daga. Með sama hætti þurfum við sífellt fleira fólk til að vinna störf sem Íslendingar kjósa að vinna ekki. Sú þróun var hafin fyrir EES-samninginn og hún mun halda áfram þótt við myndum freista þess að loka okkur af. Það sem mestu skiptir er að það fólk og börn þess njóti ekki lakari kjara en Íslendingar og geti orðið hluti af íslensku samfélagi og öðlast möguleika á að afla sér menntunar og betri starfskjara, kynslóð fram af kynslóð. En við þurfum að viðurkenna að það er manninum eðlislægt að bera ótta í brjósti gagnvart hinu ókunna og þar með fólki af framandi uppruna og við getum ekki áfellst fólk fyrir þær tilfinningar. Viðbragðið hlýtur að vera að ræða þær áhyggjur sem valda ótta og grennslast fyrir um áhyggjuefnin. Greina hvaða ótti á við rök að styðjast og hver ekki. Umræðan þarf að snúast um staðreyndir. Um sum óttaefnin ræði ég í annarri grein.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun