Orð hafa mátt Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 6. júní 2014 07:00 Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á svo margan hátt. Að heyra reglulega að maður sé ómögulegur lætur mann að lokum trúa því. Það er hægt að brjóta niður fólk með orðum. Orðin móta manneskjur og framtíð þeirra. Hversu afgerandi er það ekki að fá stuðning foreldra sinna í æsku til að læra að treysta á eigin getu? Svo draumarnir rætist, svo fræin dafni, svo möguleikar verði að veruleika? Og svo eru það þau sem sjaldan fá að heyra að þau geti, sem fá að heyra að það sé hættulegt að taka áhættu. Þetta eru sennilega ekki frumkvöðlar dagsins í dag, né framtíðarinnar. Margar stúlkur eru reglulega kallaðar prinsessur. En hvað eru prinsessur? Þær lifa fyrir hlutverk sitt sem var ákveðið áður en þær fæddust, hvort þær eru sætar eða ljótar skiptir öllu máli fyrir vinsældir þeirra og velgengni. Þær eiga að vera kurteisar og ekki með læti. Svo eiga þær að kunna sig í konunglegum kvöldverðarboðum og að endingu eiga þær að giftast. Ekki hverjum sem er þó, það verður að vera einhver vel tengdur, auðugur, og alls ekki einhver af sama kyni. Nóra í Dúkkuheimili Henrik Ibsens fellur undir þessa lýsingu. Hún er eiginkona og móðir, hlutverk sem voru ákveðin fyrir hana áður en hún fæddist eins og svo margar konur á 19. öld. Hún er dönnuð og eiginmaður hennar er af góðum ættum. En þegar maðurinn hennar, hvers lífi hún er búin að bjarga með því að beygja reglurnar örlítið og taka lán til að kaupa handa honum rétta sjúkdómsmeðhöndlun (konur máttu ekki taka lán á þessum tíma), kann ekki að meta fórnfýsi hennar fær hún nóg. Hún fær ekki einu sinni lítið takk, heldur skammir. Að hún skyldi dirfast að trúa því að hún fái þökk fyrir að gera stóra hluti? Hún er jú bara kona og á að haga sér sem slík. Dúkka. Sem maðurinn hennar og samfélagið vilja getað leikið með, jú og horft á og dáðst af. Dúkkur eiga ekki að gera stóra hluti. Margar konur fá ekki takk enn þann dag í dag fyrir að gera stóra hluti. Sjáið bara umönnunarstörfin. Hvar værum við án allra þessara kvenna sem passa upp á gamla fólkið og börnin á meðan við svífum um og vökvum fræin okkar? Og konur eru enn kallaðar prinsessur og dúkkur, þrátt fyrir að þær geti í dag farið út og verið öflugir samfélagsþegnar. Sjáið bara Þóru Arnórsdóttur, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, sem Ólafur Ragnar Grímsson kallaði skrautdúkku. Kannski var það til að reyna að þagga niður í henni, enda öflugt vopn að minna konur á hlutverk þeirra þegar þær reyna að gera stóra hluti. Þóra var einnig sífellt minnt á að hún væri móðir, og hvílík frekja af henni að krefjast þess að fá líka að vera manneskja og öflugur samfélagsþegn sem getur gert stóra hluti! Dúkka. Prinsessa. Mamma. Eiginkona. Ekki manneskja. Að við konur skulum voga okkur að vonast til þess að fá að vera eitthvað annað á 21. öldinni er náttúrulega bara skandall, eða hvað?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun