Fitubollurnar Teitur Guðmundsson skrifar 10. júní 2014 00:00 Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið mikið fjallað um offitu og ofþyngd í gegnum árin, en merkilegt nokk þá virðumst við skella skollaeyrum við þeim boðskap og halda bara áfram að éta á okkur kílóin eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nýlegar tölur sem birtar voru í læknatímaritinu Lancet fyrir örfáum dögum sýna skelfilega þróun. Þar kom meðal annars fram að engin þjóð hefði náð að lækka tíðnitölur á síðustu 33 árum síðan skipulagðar mælingar hófust. Þarna er verið að vitna í gögn frá 188 löndum á jörðinni. Þá kemur einnig fram að á þessum árum hafi fjöldinn aukist um 28% hjá fullorðnum og 47% hjá börnum. Við skilgreiningu á ofþyngd og offitu er notast við reiknistuðul sem kallast BMI, Body Mass Index, eða líkamsþyngdarstuðull á íslensku. Þar er reiknað hlutfall milli hæðar og þyngdar einstaklings á ákveðinn hátt. Þeir sem eru milli 25 og 30 eru of þungir, 30-35 eru með fyrstu gráðu offitu og þeir sem falla yfir 35 eru með annars stigs offitu. Um þriðjungur allra íbúa jarðar er of þungur eða offeitur samkvæmt þessum gildum, eða 2,1 milljarður manna. Bandaríkjamenn eru fremstir í flokki með 34% of feita, Mexíkó, Nýja-Sjáland, Ástralía, Bretland, Kanada, Írland, Síle og svo Ísland í níunda sæti með 20% of feita. Ansi góður árangur og stefnir í að við færumst jafnvel enn ofar á þessum skammarlista. Af mörgu getur maður verið stoltur sem Íslendingur, en ekki þessu. Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að það er ekkert auðvelt að sigrast á aukakílóunum, en við eigum ekki að verma þetta sæti! Ofþyngd og offita eru leiðandi ástæður fyrir ótímabærum dauðsföllum; á heimsvísu er samkvæmt WHO talið að ríflega fjórar milljónir manna deyi árlega af þessum völdum. Þá er ekki talin með dauðsföll vegna lífsstílssjúkdóma. Ofþyngd og offita er talin hafa áhrif á tæplega 50% þeirra sem greinast með sykursýki, 25% í hjarta- og æðasjúkdómum og á bilinu 7-40% í illkynja sjúkdómum. Það má því með sanni segja að offita spili eitt aðalhlutverkið þegar kemur að þessum sjúkdómum að öðrum áhættuþáttum ólöstuðum. En hvað ætlum við að gera? Það þýðir greinilega ekki að vara fólk bara við, jafnvel þótt það sé gert á ágengan og myndrænan hátt eða með vinsamlegum tilmælum. Það bara virðist ekki virka neitt ef marka má þessar sláandi tölu. Það sem meira er, er að mesta aukningin virðist vera hjá börnum sem þýðir að við erum að missa tökin að vissu leyti. Þetta er okkur að kenna og það erum við sjálf sem verðum að laga þetta. Hin blákalda staðreynd er að við eyðum of litlum fjármunum í fræðslu og forvarnir og það sem við gerum nær ekki almennilega í gegn. Við erum of upptekin við að meðhöndla þá sem eru í vandræðunum – þetta er eins og flóðbylgja sem ekki verður stöðvuð. Rót vandans er hegðun og vani hvers og eins, þar þurfum við að vinna. Við höfum varla efni á að reka heilbrigðiskerfið núna, ekki frekar en nokkur önnur þjóð í sjálfu sér í dag og sannarlega ekki þegar of feitir af næstu kynslóðum með alla þá lífsstílssjúkdóma sem því fylgja fylla sjúkrahús og heilsugæslur landsins. Það er verk að vinna, koma svo!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun