Stærðfræðifóbía kennslukvenna bitnar á stelpum Ingibjörg Bára Sveinisdóttir skrifar 12. júní 2014 00:00 Stelpur sem voru harðar í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri voru talsvert NORDICPHOTOS/AFP Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar. Eurovision Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hræðsla kennslukvenna í grunnskólum við stærðfræði kemur sérstaklega niður á árangri stelpna í 1. og 2. bekk í stærðfræði. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem gerð var við sálfræðistofnun Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum, sem greint er frá á vefnum forskning.no. Rannsóknin leiddi í ljós að ekkert samhengi var á milli frammistöðu nemenda og stærðfræðifóbíu kennara í upphafi skólaárs. En við lok skólaárs kom í ljós að því meiri sem hræðsla kennara við stærðfræði var, þeim mun harðari voru stelpur í þeirri afstöðu sinni að strákar væru góðir í stærðfræði en stelpur góðar í lestri. Stelpurnar sem voru á þessari skoðun voru talsvert lakari í stærðfræði en aðrar stelpur. Þær voru miklu lélegri í stærðfræði en strákarnir. Hinar stelpurnar voru hins vegar jafngóðar strákunum eða næstum því jafngóðar í stærðfræði og þeir.Freyja hreinsdóttir „kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu.“Freyja Hreinsdóttir, stærðfræðingur og dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, segir það slæmt þegar fólk með stærðfræðifóbíu sé að kenna og yfirfæri hana kannski á nemendur. Hún segir kennara á sviðinu hafa barist fyrir því að allir kennaranemar læri stærðfræði. „Ein rökin eru þau að við viljum hjálpa fólki að vinna bug á þessari fóbíu. Kennslan verður ekki góð ef það skín í gegn að kennarinn er óöruggur í faginu. Fimm einingar í stærðfræði eru núna skyldunám hjá öllum kennaranemum.“ Freyja tekur það fram að almenn orðræða um að stærðfræði sé erfið og flókin hljóti að hafa neikvæð áhrif. „Það hefur til dæmis farið í taugarnar á mér þegar sungið er í sigurlagi Eurovision-keppninnar hér á landi burtu með fordóma, þetta er engin algebra. Þarna er í raun verið að gefa í skyn að algebra sé mjög flókin. Allt umhverfi og viðhorf foreldra til greinarinnar skiptir máli.“Guðný Helga GunnarsdóttirGuðný Helga Gunnarsdóttir, lektor í stærðfræðimenntun, segist verða vör við að sumir kennaranemar finni til vanmáttar gagnvart stærðfræði. „Við finnum vissulega fyrir óöryggi hjá þeim en ég get ekki sagt að við höfum fundið mun á strákum og stelpum í kennaranáminu hvað þetta varðar. Reyndar hafa aðeins örfáir strákar farið í gegnum námið á yngri barna kjörsviðinu, það er kennslu fyrir börn í 1. til 5. bekk.“ Guðný Helga bendir á að skyldunám í stærðfræði í framhaldsskólum hafi verið minnkað verulega. „Nemendur hafa möguleika á að dýpka þekkingu sína þegar þeir hefja kennaranámið. Mér finnst þeir frekar áhugasamir um að styrkja sig. Þeir eiga kost á að taka töluvert af námskeiðum þar sem fjallað er um stærðfræðinám ungra barna. Ég hef verið að kenna á námskeiðum þar sem mest er unnið að því að styrkja nemendur fræðilega. Þeir hafa getað valið slík námskeið frá en flestir taka þau.“ Að sögn Guðnýjar Helgu verða kennaranemar á yngri barna kjörsviðinu að taka 20 einingar um stærðfræðinám og kennslu. Þeir geta valið 20 einingar til viðbótar. Langflestir velja að minnsta kosti 10 einingar.
Eurovision Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira