Stjórnvöld mega ekki bregðast Elín Hirst skrifar 13. júní 2014 07:00 Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun