Stjórnvöld mega ekki bregðast Elín Hirst skrifar 13. júní 2014 07:00 Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að það er skylda samfélagsins að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin eftir að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir tilkynnti að það ætlaði að leggja niður starfsemi á þremur stöðum á landsbyggðinni. Við tölum iðulega um forsendubrest vegna fasteignalána sem hækkuðu vegna verðbólgu í tengslum við hrunið. Á sama hátt verður ástandinu sem nú blasir við í litlum sjávarþorpum eins og Djúpavogi og Þingeyri ekki lýst öðru vísi en sem stórfelldum forsendubresti. Hlutverkið Löggjafinn hefur sjálfur ákveðið að fiskveiðistjórnarkerfið hafi byggðalegt og félagslegt hlutverk, jafnframt því að vera grundvöllur sjálfbærrar nýtingar og hagræðis í greininni. Þetta sést best á því að til ráðstöfunar eru 5,3 prósent af heildaraflaheimildum, í þorskígildum talið, sem byggðaleg úrræði til að byggja upp með varanlegum hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli. Skynsemi og þekking Í grein sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, skrifaði nýlega í Fiskifréttir í tilefni stöðunnar sem upp er komin vegna aðgerða Vísis segir: „Nær 30 þúsund tonn til félagslegra/byggðalegra úrræða er umtalsvert magn. Spurningin sem nú á við er sú hvort við notum þennan afla til nægilega markvissra aðgerða. Sl. sumar var lögfest ákvæði sem fól í sér nýmæli við úthlutun byggðakvóta. Byggðastofnun hafði yfirumsjón með ráðstöfun þessara aflaheimilda. Þar sem ég þekki til tókst vel til. Þarna virðist komin góð fyrirmynd að því að nýta takmarkaðar heimildir til þess að byggja upp með varanlegri hætti fiskveiðar og fiskvinnslu á stöðum sem verða fyrir áfalli, eða slíkt er fyrirsjáanlegt. En jafnframt þarf að vinna til lengri tíma. Skapa skilyrði til nýrrar og annarrar atvinnustarfsemi, þannig að sjávarútvegsplássin okkar verði líkari stærri byggðarlögum með fjölþættari atvinnustarfsemi.“ Einar talar hér af skynsemi og þekkingu og reynslu og ég get tekið heilshugar undir sjónarmið hans.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar