Síðasta mynd Pauls Walker Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2014 16:00 Paul Walker lést í bílslysi í fyrra. Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans. Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hasarmyndin Brick Mansions var frumsýnd hér á landi í gær en með aðalhlutverkið fer Paul heitinn Walker. Paul lést í bílslysi í borginni Santa Clarita í Kaliforníu í lok nóvember í fyrra, fertugur að aldri. Við krufningu leikarans kom í ljós að hann lést bæði vegna brunasára og höggsins sem hann fékk í bílslysinu. Leikarinn var farþegi í Porsche-bifreið sem skall á tré og kviknaði í bílnum í kjölfarið. Brick Mansions er síðasta myndin sem hann lék í áður en hann lést. Sjöunda Fast and the Furious-myndin var í framleiðslu þegar slysið átti sér stað og leikur Paul í henni en tvífari hans var notaður til að klára tökur myndarinnar. Paul leikur leynilögreglumanninn Damien Collier í Brick Mansions en myndin gerist í Denver í Bandaríkjunum. Þar ríkir glundroði og gömul múrsteinshús hýsa hættulegustu glæpamenn borgarinnar. Há glæpatíðni reynist lögreglunni ofviða, og því reisir hún risavaxinn vegg í kringum svæðið til að vernda borgarbúa. Á meðan leynilögreglumaðurinn Damien Collier reynir að uppræta spillingu í borginni, á fyrrverandi fanginn Lino fullt í fangi með að lifa heiðvirðu lífi. Einn dag liggja leiðir þeirra saman þegar glæpaforinginn Tremaine rænir kærustu Linos, og Damien ákveður að þiggja aðstoð hans við að stöðva hættulegt ráðabrugg um að leggja alla borgina í rúst. Tónlistarmaðurinn RZA, einn meðlima rapphljómsveitarinnar Wu-Tang, leikur Tremaine en hann og Paul voru miklir vinir. Andlát Pauls fékk mikið á hann og eyddi hann heilli nótt í að semja lagið Destiny Bends til heiðurs leikaranum. Í öðrum hlutverkum eru David Belle og Catalina Denis.Endurgerð á franskri mynd Brick Mansions er endurgerð á frönsku myndinni District B13 frá árinu 2004. David Belle lék sama karakter í henni og hann gerir í Brick Mansions. Hann talar ekki reiprennandi ensku og ber hana yfirleitt fram með mjög þykkum, frönskum hreim. Til að gera það sannfærandi að Leno hafi búið í Denver um árabil var hasarmyndahetjan Vin Diesel fengin til að tala inn línurnar hans.
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira