Sebrahestar og sjúklingar Teitur Guðmundsson skrifar 24. júní 2014 08:30 Þegar sjúklingur veikist þá kemur oftast til samskipta milli hans og heilbrigðiskerfisins á einn eða annan máta. Flestir koma til læknis þar sem viðkomandi leitast eftir að fá greiningu á vanda sínum, ráð og þá meðferð sé hún í boði. Eins og flestir vita eru margir sjúkdómar þess eðlis að ekki er nauðsynlegt að meðhöndla þá með lyfjum eða slíku, í besta falli styðjandi meðferð. Það á við um flestar kvef- og veirupestir sem við glímum við og eru líklega algengasta orsök veikinda almennt. Í þeim tilvikum getur þurft lyf eins og hitalækkandi og hóstastillandi eða viðlíka, en sjaldan eða aldrei er þörf á sýklalyfjum svo dæmi sé tekið. Það er þó svo að sjúkdómsferli er mismunandi milli einstaklinga og getur verið mjög dýnamískt ef svo má að orði komast. Ef við tökum dæmi þessu til skýringar þá er algengt að gefin séu sýklalyf eftir langvarandi veirupest þar sem veiklun hefur orðið á slímhúð og vörnum líkamans og bakteríur ná yfirhöndinni sem auka þá á veikindi einstaklingsins. Þess vegna er mikilvægt að geta fylgt eftir sjúklingi og sjá hann aftur lagist ekki einkenni á nokkrum dögum. Þetta er grundvallaratriði í heimilislækningum svo dæmi sé tekið en virkar því miður ekki nægjanlega vel hér vegna skorts á mannafla og tímaframboði. Í þessu kristallast vandi heilbrigðiskerfisins, barnið sem fær ekki tíma hjá sama lækni verður að leita á vaktþjónustu eða jafnvel bráðamóttöku sjúkrahúss, sem er mun dýrari þjónusta fyrir samfélagið í heild sinni og í flestum tilvikum óþarfi þegar við svona vandamál er að etja.Sendir „hálfkláraðir“ heim Þá kemur oftar en ekki fram óánægja á meðal foreldra sem eru búin að glíma við veikindi barns síns þegar og ef nauðsynlegt reynist að meðhöndla það. Af hverju var ekki meðhöndlað strax? Er oft spurt og í leiðinni kvartað undan lélegri þjónustu. Reykjavík og stærri kjarnar landsins lenda frekar í slíku en landsbyggðin þar sem oftsinnis er mun betra aðgengi að lækni, þótt það sé ekki algilt. Sem betur fer er þó í yfirgnæfandi meirihluta tilfella ekki um stærri vandamál að ræða og sjaldan lífshættuleg en það er engin afsökun. Við þekkjum líka dæmi þess að sjúklingar leita á sjúkrahúsin og fá þar afgreiðslu á bráðamóttöku eða göngudeildum og eru sendir heim „hálfkláraðir“ þar sem þeir eru ekki „nógu“ veikir til að leggjast inn. Þetta er alltaf matskennt og stýrist mikið til af álagi, framboði á rúmum á sjúkrahúsum, mönnun og þannig mætti lengi telja. Það verður til að gæta sanngirni að segjast að í flestum tilvikum reynist það í fullkomnu lagi að bíða, það er búið að greina hvort um bráðavandamál sé að ræða og heimilislæknir eða sérfræðingur á að fylgja málinu eftir. Hér kemur enn fram galli í kerfinu sökum manneklu og skipulagsvanda að það geta jafnvel liðið margir mánuðir í næsta tíma hjá sérfræðingi, hugsanlega allt að einhverjar vikur að komast til heimilislæknis. Þegar það svo gerist getur vantað upp á pappíra og gögn til að klára málin þar sem ekki hefur unnist tími til að senda læknabréf. Rafræn sjúkraskrá sem er „loksins“ að koma mun leysa ansi mörg slík vandamál. Það er heilbrigðisráðherrum undanfarandi ára til skammar að vera ekki fyrir löngu búnir að klára það verkefni, leyfist mér að segja. Af því hlýst sparnaður sem er líklegast sá mesti í kerfinu sem hægt er að ná með einni framkvæmd.Sebrahestar á sjúkrahúsum Þá að titli greinarinnar sem menn kunna að velta fyrir sér, en það eru sebrahestarnir. Það er nefnilega svo í læknisfræði, sem gerir hana líka svo skemmtilega, að þó svo að mismunandi sjúklingar séu með sama sjúkdóminn kann hann að hegða sér á mjög mismunandi hátt og gera það að verkum að erfitt reynist að greina hann. Þá líka hitt, að líkaminn, umhverfi hans og ónæmiskerfi er eitt flóknasta samspil sem þekkist og þess vegna getur reynst mjög krefjandi að komast að réttri greiningu sjúklings og hún getur vafist fyrir mönnum býsna lengi. Óhætt er að segja að margir kannist eflaust við það langhlaup sem lent hafa í slíku. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það sem er algengt er algengt og flestir læknar kunna góð skil á því. Sebrahestarnir eru þar sem reynir á og sérfræðiþekkingar og reynslu er þörf og samspil ólíkra sérgreina mikilvægt. Iðulega liggja sebrahestarnir á sjúkrahúsum þar sem mest þekking, tækni og meðferðarmöguleikar fyrirfinnast. Til þess að slík vinna gangi sem best fyrir alla hlutaðeigandi verður heilbrigðiskerfið að virka sem skyldi. Heilsugæslan verður að eflast, sérfræðilækningar utan sjúkrahúsa einnig og spítalinn verður að fá tækifæri til að sinna þeim verkum sem að honum er beint. Þessi umræða er orðin of tuggin, pólitíkin hefur ekki lausnir, það þarf að opna umræðuna um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi, án frasa takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sjúklingur veikist þá kemur oftast til samskipta milli hans og heilbrigðiskerfisins á einn eða annan máta. Flestir koma til læknis þar sem viðkomandi leitast eftir að fá greiningu á vanda sínum, ráð og þá meðferð sé hún í boði. Eins og flestir vita eru margir sjúkdómar þess eðlis að ekki er nauðsynlegt að meðhöndla þá með lyfjum eða slíku, í besta falli styðjandi meðferð. Það á við um flestar kvef- og veirupestir sem við glímum við og eru líklega algengasta orsök veikinda almennt. Í þeim tilvikum getur þurft lyf eins og hitalækkandi og hóstastillandi eða viðlíka, en sjaldan eða aldrei er þörf á sýklalyfjum svo dæmi sé tekið. Það er þó svo að sjúkdómsferli er mismunandi milli einstaklinga og getur verið mjög dýnamískt ef svo má að orði komast. Ef við tökum dæmi þessu til skýringar þá er algengt að gefin séu sýklalyf eftir langvarandi veirupest þar sem veiklun hefur orðið á slímhúð og vörnum líkamans og bakteríur ná yfirhöndinni sem auka þá á veikindi einstaklingsins. Þess vegna er mikilvægt að geta fylgt eftir sjúklingi og sjá hann aftur lagist ekki einkenni á nokkrum dögum. Þetta er grundvallaratriði í heimilislækningum svo dæmi sé tekið en virkar því miður ekki nægjanlega vel hér vegna skorts á mannafla og tímaframboði. Í þessu kristallast vandi heilbrigðiskerfisins, barnið sem fær ekki tíma hjá sama lækni verður að leita á vaktþjónustu eða jafnvel bráðamóttöku sjúkrahúss, sem er mun dýrari þjónusta fyrir samfélagið í heild sinni og í flestum tilvikum óþarfi þegar við svona vandamál er að etja.Sendir „hálfkláraðir“ heim Þá kemur oftar en ekki fram óánægja á meðal foreldra sem eru búin að glíma við veikindi barns síns þegar og ef nauðsynlegt reynist að meðhöndla það. Af hverju var ekki meðhöndlað strax? Er oft spurt og í leiðinni kvartað undan lélegri þjónustu. Reykjavík og stærri kjarnar landsins lenda frekar í slíku en landsbyggðin þar sem oftsinnis er mun betra aðgengi að lækni, þótt það sé ekki algilt. Sem betur fer er þó í yfirgnæfandi meirihluta tilfella ekki um stærri vandamál að ræða og sjaldan lífshættuleg en það er engin afsökun. Við þekkjum líka dæmi þess að sjúklingar leita á sjúkrahúsin og fá þar afgreiðslu á bráðamóttöku eða göngudeildum og eru sendir heim „hálfkláraðir“ þar sem þeir eru ekki „nógu“ veikir til að leggjast inn. Þetta er alltaf matskennt og stýrist mikið til af álagi, framboði á rúmum á sjúkrahúsum, mönnun og þannig mætti lengi telja. Það verður til að gæta sanngirni að segjast að í flestum tilvikum reynist það í fullkomnu lagi að bíða, það er búið að greina hvort um bráðavandamál sé að ræða og heimilislæknir eða sérfræðingur á að fylgja málinu eftir. Hér kemur enn fram galli í kerfinu sökum manneklu og skipulagsvanda að það geta jafnvel liðið margir mánuðir í næsta tíma hjá sérfræðingi, hugsanlega allt að einhverjar vikur að komast til heimilislæknis. Þegar það svo gerist getur vantað upp á pappíra og gögn til að klára málin þar sem ekki hefur unnist tími til að senda læknabréf. Rafræn sjúkraskrá sem er „loksins“ að koma mun leysa ansi mörg slík vandamál. Það er heilbrigðisráðherrum undanfarandi ára til skammar að vera ekki fyrir löngu búnir að klára það verkefni, leyfist mér að segja. Af því hlýst sparnaður sem er líklegast sá mesti í kerfinu sem hægt er að ná með einni framkvæmd.Sebrahestar á sjúkrahúsum Þá að titli greinarinnar sem menn kunna að velta fyrir sér, en það eru sebrahestarnir. Það er nefnilega svo í læknisfræði, sem gerir hana líka svo skemmtilega, að þó svo að mismunandi sjúklingar séu með sama sjúkdóminn kann hann að hegða sér á mjög mismunandi hátt og gera það að verkum að erfitt reynist að greina hann. Þá líka hitt, að líkaminn, umhverfi hans og ónæmiskerfi er eitt flóknasta samspil sem þekkist og þess vegna getur reynst mjög krefjandi að komast að réttri greiningu sjúklings og hún getur vafist fyrir mönnum býsna lengi. Óhætt er að segja að margir kannist eflaust við það langhlaup sem lent hafa í slíku. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það sem er algengt er algengt og flestir læknar kunna góð skil á því. Sebrahestarnir eru þar sem reynir á og sérfræðiþekkingar og reynslu er þörf og samspil ólíkra sérgreina mikilvægt. Iðulega liggja sebrahestarnir á sjúkrahúsum þar sem mest þekking, tækni og meðferðarmöguleikar fyrirfinnast. Til þess að slík vinna gangi sem best fyrir alla hlutaðeigandi verður heilbrigðiskerfið að virka sem skyldi. Heilsugæslan verður að eflast, sérfræðilækningar utan sjúkrahúsa einnig og spítalinn verður að fá tækifæri til að sinna þeim verkum sem að honum er beint. Þessi umræða er orðin of tuggin, pólitíkin hefur ekki lausnir, það þarf að opna umræðuna um framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi, án frasa takk!
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun