Too big to semj Pawel Bartoszek skrifar 27. júní 2014 10:40 Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í þriðja skipti á örskömmum tíma er lagasetningu, eða í það minnsta hótun um lagasetningu, beitt í þágu fyrirtækis sem getur ekki samið um kaup við starfsfólk sitt. Lög voru sett á verkfall flugmanna hjá Icelandair, lög hefðu án efa verið sett á verkfall flugfreyja hjá Icelandair og það var nánast búið að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair áður en flugvirkjarnir hættu við sínar aðgerðir. Enn á ný hófst tal um að fámenn hálaunastétt ætti ekki að fá að lama samgöngur til og frá landinu. Ágætlega heppnuð áróðursrök. Fólki er illa við að fólk hafi há laun. Fólki er illa við fólk sem truflar sumarfrí annars fólks. Við Íslendingar erum háðir flugi þegar kemur að samgöngum til og frá landinu og auðvitað mætti fallast á það að ein stétt á ekki að fá að „lama samgöngur“ sama hve há eða lág laun hennar eru. En þessi rök hefðu kannski átt við um flugumferðarstjóra eða aðrar opinberar eða hálfopinberar stéttir þar sem erfiðara er að ímynda sér samkeppni. En hvorki flugmenn, flugfreyjur eða flugvirkjar eru dæmi um þannig stéttir. Vel að merkja eru flugmenn, flugfreyjur og flugvirkjar eins fyrirtækis alls ekki „stéttir“. Þetta eru starfsmenn eins fyrirtækis.Lömuðust samgöngur? Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst 16. júní klukkan 6.00. Það sem eftir leið dags fóru 15 flug frá Íslandi. Átta þeirra voru á vegum Wow en það fóru einnig flugvélar frá Delta Air, SAS, Atlantic Airways, easyJet og Lufthansa. Til viðbótar fljúga AirBerlin, GermanWings og Norwegian til landsins auk nokkurra leiguflugfélaga. Ekkert áðurnefndra flugfélaga lenti í vandræðum með kaup á nauðsynlegri þjónustu fyrir flug sín þennan dag. Öll þeirra græddu. Icelandair tapaði. Segjum að verkfallið hjá Icelandair hefði staðið yfir í viku. Það hefði verið glatað fyrir Icelandair. Það hefði verið glatað fyrir marga aðila í ferðaþjónustubransanum. Það hefði verið svolítið glatað fyrir marga Íslendinga sem hefðu keypt sér miða með Icelandair þá vikuna. Þeir hefðu þurft að breyta sínum plönum. Þeir hefðu væntanlega fengið endurgreitt og hefðu getað keypt sér far með öðrum flugfélögum. Önnur flugfélög hefðu hugsanlega getað bætt inn flugferðum til að dekka eftirspurnina. Þau hefðu getað stokkið inn í bestu afgreiðslutímana á Keflavíkurflugvelli sem Icelandair heldur í krafti hefðarréttar. Samkeppni hefði eflst.Lög á bensínverkfall hjá N1? Segjum sem svo að bensínafgreiðslumenn hjá N1 færu í verkfall. Það væri alveg glatað fyrir fyrirtækið N1 og kannski líka íbúa Hríseyjar og Grímseyjar eða annarra staða sem reiða sig á bensín frá þessu eina olíufélagi en væri einhver ástæða til setja lög á slíkt verkfall? Auðvitað ekki. Það má auðvitað alveg skilja áhyggjur sem fólk hefur af þjóðhagslegum áhrifum til skamms tíma. Og það er vissulega minni fyrirhöfn að skipta um bensínstöð en að breyta flugi. En samkeppni er samt betri en fákeppni. Annað dæmi: Veitingastaðir þurfa mjólk. Ef Mjólkursamsalan lenti í vandræðum með að semja við sitt fólk væri það líka vont fyrir ferðaþjónustuna. En ef það myndi skapa rými á markaðnum fyrir aðra framleiðendur væri það gott fyrir alla til lengdar.Of stórir til að semja Á ensku er stundum talað um að fyrirtæki séu „too big to fail“ – of stór til að geta fallið. Þá er átt við að stjórnvöld telji fyrirtækið gegna það mikilvægu hlutverki í gangverki samfélagsins að því muni örugglega verða bjargað ef það lendir í ruglinu. Það er auðvitað frábært fyrir fyrirtæki að koma sér í þá aðstöðu. Og varla verða merkin um það skýrari en þegar þing er kallað saman vegna þess að fyrirtækið getur ekki lengur sjálft samið um kaup á nauðsynlegri þjónustu. Kannski hugsuðu menn um almannahag, en þá var það almannahagur til fremur skamms tíma. Til lengdar ætti að styðja við samkeppni í stað þess að klappa fákeppninni á bakið.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun