Stóryrtar yfirlýsingar um stjórnlagaráð Þorkell Helgason skrifar 2. júlí 2014 06:30 Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins 26. júní s.l. er fjallað um áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar sem birt var á dögunum. Undirritaður sat í stjórnlagaráði og telur sér því málið skylt. Eins og ritstjórinn fagna ég sérhverju skrefi í stjórnarskrármálinu; líka reifun málsins í áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar, þótt beinar tillögur séu þar næsta fáar. Stjórnarskrármálið er þó aftur komið í umræðuna. Á hinn bóginn finnst mér ritstjórinn tala ómaklega um störf stjórnlagaráðs. Það hafi „skellt… fram illa ígrunduðum tillögum“ segir hann. Ráðið fékk afmarkaðan tíma til sinna starfa, rúma þrjá mánuði. Tíminn hafði verið verulega skorinn niður frá því sem upphaflega var ráðgert. Hinu má þó ekki gleyma að mikið starf hafði farið fram áður en stjórnlagaráðið tók til starfa, og það þurfti því ekki að hefja störf á byrjunarreit. Engu var „skellt fram“, enda störfuðu 25 einstaklingar ásamt sérfræðingum að verkefninu nótt sem nýtan dag sumarið 2011. Unnið var fyrir opnum tjöldum með samfelldu aðgengi almennings.Dundar sér út kjörtímabilið Nýja nefndin fær að dunda sér við málið út kjörtímabilið og er ekki einu sinni skuldbundin til að skila neinu frá sér, en stjórnlagaráði var uppálagt að skila drögum að frumvarpi. Að tillögur okkar hafi verið „illa ígrundaðar“ er órökstudd fullyrðing. Í lok ritstjórnargreinarinnar er talað um „hrærigraut[inn] sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.“ Það virðist í tísku að taka stórt upp í sig um störf stjórnlagaráðs, án þess að láta nokkuð í ljós sem stutt geti stóryrðin. Ritstjóranum er tíðrætt um skoðanir stjórnlagaráðs. Ráðið samanstóð af einstaklingum sem sameiginlega hafa engar aðrar skoðanir en þær sem komu fram í skriflegum skilum ráðsins 29. júlí 2011. Ritstjórinn segir að „[r]áðið … virtist halda að … með [tillögum þess] væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar.“ Það kann að vera að einstaka félagar í ráðinu hafi talað þannig, en flestir, ef ekki allir sögðu að vissulega bæri að gera þær breytingar sem til bóta mætti vera, eins og gert var í umfjöllun meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Sjötíu ára bið Þá segir ritstjórinn að „[s]tóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar.“ Hér er aftur verið að ýja að því að stjórnlagaráðsmenn fyrrverandi tali allir á sömu nótum. Sum okkar mundu nota önnur orð um þetta nýja plagg og tilurð þess. Ritstjórinn segir að flest bendi „til að málið sé nú … lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti.“ Vonandi hefur hann rétt fyrir sér, en reynslan segir því miður annað. Það var ekkert því til fyrirstöðu að frumvarp stjórnlagaráðs fengi „vandlega umræðu og skoðun“ og aldrei stóð annað til en „að þjóðin [yrði] .. spurð álits – með lýðræðislegum hætti“ um endanlegt stjórnarskrárfrumvarp, sem byggt væri á tillögum stjórnlagaráðs eins og 2/3-hlutar þeirra kjósenda, sem afstöðu tóku, óskuðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. En af öllu þessu varð ekki þar sem málið þvældist fyrir Alþingi í tvo vetur og endaði síðan í allsherjar málþófi eins og einatt áður. Í sjötíu ár hefur verið beðið eftir raunhæfum stjórnarskrárbótum. Það á eftir að koma í ljós hvort nú sé „góð byrjun“ í þessa veru, eins og felst í yfirskrift ritstjórnargreinarinnar, það hvort útkoman verður yfirklór eða raunverulegar réttarbætur til eflingar almannahag gegn sérhagsmunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í ritstjórnargrein Fréttablaðsins 26. júní s.l. er fjallað um áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar sem birt var á dögunum. Undirritaður sat í stjórnlagaráði og telur sér því málið skylt. Eins og ritstjórinn fagna ég sérhverju skrefi í stjórnarskrármálinu; líka reifun málsins í áfangaskýrslu hinnar nýju stjórnarskrárnefndar, þótt beinar tillögur séu þar næsta fáar. Stjórnarskrármálið er þó aftur komið í umræðuna. Á hinn bóginn finnst mér ritstjórinn tala ómaklega um störf stjórnlagaráðs. Það hafi „skellt… fram illa ígrunduðum tillögum“ segir hann. Ráðið fékk afmarkaðan tíma til sinna starfa, rúma þrjá mánuði. Tíminn hafði verið verulega skorinn niður frá því sem upphaflega var ráðgert. Hinu má þó ekki gleyma að mikið starf hafði farið fram áður en stjórnlagaráðið tók til starfa, og það þurfti því ekki að hefja störf á byrjunarreit. Engu var „skellt fram“, enda störfuðu 25 einstaklingar ásamt sérfræðingum að verkefninu nótt sem nýtan dag sumarið 2011. Unnið var fyrir opnum tjöldum með samfelldu aðgengi almennings.Dundar sér út kjörtímabilið Nýja nefndin fær að dunda sér við málið út kjörtímabilið og er ekki einu sinni skuldbundin til að skila neinu frá sér, en stjórnlagaráði var uppálagt að skila drögum að frumvarpi. Að tillögur okkar hafi verið „illa ígrundaðar“ er órökstudd fullyrðing. Í lok ritstjórnargreinarinnar er talað um „hrærigraut[inn] sem hin misheppnaða tilraun um stjórnlagaþingið gat af sér.“ Það virðist í tísku að taka stórt upp í sig um störf stjórnlagaráðs, án þess að láta nokkuð í ljós sem stutt geti stóryrðin. Ritstjóranum er tíðrætt um skoðanir stjórnlagaráðs. Ráðið samanstóð af einstaklingum sem sameiginlega hafa engar aðrar skoðanir en þær sem komu fram í skriflegum skilum ráðsins 29. júlí 2011. Ritstjórinn segir að „[r]áðið … virtist halda að … með [tillögum þess] væri komin ný stjórnarskrá, sem ekki mætti breyta eða ræða frekar.“ Það kann að vera að einstaka félagar í ráðinu hafi talað þannig, en flestir, ef ekki allir sögðu að vissulega bæri að gera þær breytingar sem til bóta mætti vera, eins og gert var í umfjöllun meiri hluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Sjötíu ára bið Þá segir ritstjórinn að „[s]tóryrtar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnlagaráðsmanna um „valdarán“ og „aðför að lýðræðinu“ í tilefni af áfangaskýrslunni eru fáránlegar.“ Hér er aftur verið að ýja að því að stjórnlagaráðsmenn fyrrverandi tali allir á sömu nótum. Sum okkar mundu nota önnur orð um þetta nýja plagg og tilurð þess. Ritstjórinn segir að flest bendi „til að málið sé nú … lagt þannig upp að það geti fengið vandlega umræðu og skoðun, Alþingi fjallað um það á vandaðan hátt og þjóðin verði síðan spurð álits – með lýðræðislegum hætti.“ Vonandi hefur hann rétt fyrir sér, en reynslan segir því miður annað. Það var ekkert því til fyrirstöðu að frumvarp stjórnlagaráðs fengi „vandlega umræðu og skoðun“ og aldrei stóð annað til en „að þjóðin [yrði] .. spurð álits – með lýðræðislegum hætti“ um endanlegt stjórnarskrárfrumvarp, sem byggt væri á tillögum stjórnlagaráðs eins og 2/3-hlutar þeirra kjósenda, sem afstöðu tóku, óskuðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. En af öllu þessu varð ekki þar sem málið þvældist fyrir Alþingi í tvo vetur og endaði síðan í allsherjar málþófi eins og einatt áður. Í sjötíu ár hefur verið beðið eftir raunhæfum stjórnarskrárbótum. Það á eftir að koma í ljós hvort nú sé „góð byrjun“ í þessa veru, eins og felst í yfirskrift ritstjórnargreinarinnar, það hvort útkoman verður yfirklór eða raunverulegar réttarbætur til eflingar almannahag gegn sérhagsmunum.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun