Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann Nanna Elísa Jakobsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli... Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þegar elds varð vart í verslunarhúsnæði Griffils í Skeifunni 11. Eldsupptökin voru talin hafa verið í efnalauginni Fönn. Eldurinn náði í húsnæði Tandoori, Promennt, Rekstrarlands og Griffils. Ljóst er að húsnæði margra þessara fyrirtækja er gjörónýtt. Hættuástandi var lýst yfir í kjölfar þess að slökkvilið mætti á svæðið og fólk var beðið um að halda sig frá. „Húsin voru orðin alelda þegar við komum,“ sagði Þorvaldur Geirsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu. „Eldsupptök voru í Fannarhúsinu og breiddi eldurinn sig yfir í húsnæði Griffils. Við reyndum ekki að slökkva eldinn heldur einungis að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.“ Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði hættuástand hafa skapast því mikið af hættulegum efnum væri í húsunum. Mikinn mannfjölda dreif að en lögregla bað fólk að halda sig fjarri vegna hættu sem stafaði af brunanum. Sprengingar gullu við og hætta á hruni byggingarinnar torveldaði störf slökkviðlismanna. Svart reykjarský sem myndaðist yfir svæðinu sást langar leiðir og mikil reykjarlykt lagðist yfir höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu okkar,“ sagði Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. Enginn var við störf þegar eldurinn kom upp en unnið hafði verið í þvottahúsinu fyrr um daginn. „Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili,“ sagði Þorvarður.„Þetta er mikið tjón,“ sagði Linda Lou Arthúr, eigandi veitingastaðarins Tandoori en staðurinn var lokaður í gær. Linda sagðist aldrei hafa séð sambærilegan eldsvoða. „Sjaldan sem maður sér svona mikinn eld hérna á þessu landi okkar.“ „Þessi hús eru öll gömul og börn síns tíma,“ sagði Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.„Gallinn á þessu byggingarefni er að það er mjög viðkvæmt í bruna. Meginhættan er þegar það er búið að slökkva og byggingin er farin að kólna, þá er hætta á hruni,“ sagði Bjarni. Því gátu slökkviliðsmenn ekki staðið uppi á byggingum eða inni í húsinu við slökkvistörf. Reykkafarar voru þó sendir inn í húsnæði Fannar. Bjarni man eftir mörgum alvarlegum eldsvoðum í gegnum tíðina en þessi er sérstakur að einu leyti. „Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafnmiklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi.“ Skeifan 11 er um 8.200 fermetrar. Húsið sem kviknaði í er 8200 fermetrar og því gífurlega stórt svæði sem var undirlagt eldi. Valli, ljósmyndari Fréttablaðsins, fór á vettvang og náði ótrúlegum myndum.Fréttablaðið/Valli...
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira