Eru höft hagstjórnartæki eða neyðarráðstöfun? Árni Páll Árnason skrifar 10. júlí 2014 07:00 Umræða hefur að undanförnu spunnist um þá ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál til að banna samninga sem erlend tryggingafélög hafa boðið og fela í sér bæði tryggingar og sparnað í erlendum gjaldeyri. Við þessa ákvörðun er margt að athuga. Fyrir það fyrsta hefur lögum um höftin ekki verið breytt. Það er umhugsunarefni hvort stjórnvald getur breytt í grundvallaratriðum túlkun sinni á lögum um gjaldeyrishöft, án þess að lagabókstafnum hafi verið breytt að neinu leyti. Er stjórnvaldi frjálst að túlka sambærileg tilvik með ólíkum hætti frá einum tíma til annars? Þetta er sérstaklega athugunarvert í þessu tilviki, þar sem undir liggja atvinnuhagsmunir tryggingafélaganna sem í hlut eiga og hagsmunir tugþúsunda Íslendinga. Hvernig getur ráðherrann sem ber ábyrgð á framkvæmd haftanna sætt sig við sinnaskipti af þessum toga ef lögum hefur ekki verið breytt? Í umræðunni hafa einkum tvenns konar rök verið færð fram til réttlætingar þessum sinnaskiptum. Annars vegar að óréttlátt sé að einstaklingar hafi rétt til sparnaðar erlendis á sama tíma og lífeyrissjóðum landsmanna sé meinað að spara erlendis. Hins vegar að nauðsynlegt sé að sama gildi um innlend og erlend tryggingafélög að þessu leyti og óásættanlegt sé að erlend tryggingafélög geti boðið sparnaðarlausnir í erlendri mynt, sem innlendir aðilar geti ekki boðið.Hættuleg aðlögun að höftum Bæði rökin lýsa hættulegri aðlögun hugarfars okkar að viðvarandi haftabúskap. Hvor tveggja rökin er hægt að nota til að réttlæta að herða höftin enn frekar. Ég hef margsinnis fjallað um það tjón sem höftin valda lífeyriskerfi okkar og ég hef gagnrýnt Seðlabankann fyrir að ganga út frá því að hægt sé að tjóðra lífeyrissjóðina til langs tíma og meina þeim fjárfestingar erlendis. Slík langtímahöft munu bara eyðileggja áhættudreifingu lífeyrissjóðanna, torvelda fjárfestingu þeirra í atvinnustarfsemi og gera þá enn háðari fjárfestingum í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þar með væri grafið undan höfuðstyrkleika íslenska lífeyriskerfisins og kerfinu breytt í eitthvað sem líkist mun meira gegnumstreymiskerfum þeirra landa sem við viljum síst bera okkur saman við í lífeyrismálum. En staða lífeyrissjóðanna er samt í grundvallaratriðum önnur en staða erlendra fyrirtækja sem bjóða erlendar lífeyristryggingar. Höftin meina lífeyrissjóðum fjárfestingar erlendis í ávöxtunarskyni, en hindra þá ekki í grundvallarstarfsemi sinni. Ástæða þeirrar hindrunar er sú að gjaldmiðillinn þolir ekki að óbreyttu útflæði sem nemur fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis, þótt hann geti þolað útflæði sem leiðir af sölu lífeyristrygginga til 30 þúsund einstaklinga. Höftin eru þannig takmörkuð við það sem er nauðsynlegt út frá útflæðisáhættu. Hið nýja haftaskref útilokar sölu lífeyristrygginga í gjaldgengum gjaldmiðli yfir landamæri. Það er ný, stór hindrun í frjálsum þjónustuviðskiptum, sem útilokar tiltekna atvinnustarfsemi og eykur líkur á að höftin verði talin brjóta gegn EES, enda er sú hindrun ekki nauðsynleg til að tryggja þjóðarhag. Lausnin á þeirri slæmu stöðu sem lífeyrissjóðirnir eru í er ekki að læsa fleiri inni í fangelsinu, heldur að losa um höftin með skynsamlegum hætti. Þar hefur Samfylkingin einn flokka útfært plan. Það eru ekki heldur tæk rök að núverandi staða mismuni gagnvart innlendum tryggingafyrirtækjum, því þeim sé bannað það sem erlendu fyrirtækjunum leyfist. Ef það væru tæk rök væru höftin ekki lengur neyðarráðstöfun til að verja þjóðarbúið gegn óviðráðanlegri hættu, heldur hagstjórnartæki eða tæknileg viðskiptahindrun sem ætlað væri að stilla viðskiptalífið af til að tryggja að innlendir aðilar stæðu alltaf framar erlendum í samkeppni. Þá væru höftin fallin um sjálf sig. Höftin ívilna í dag óhjákvæmilega á margan hátt innlendum framleiðendum og þjónustuveitendum, en þetta er eitt fárra tilvika þar sem þau ívilna erlendum. Lausnin getur ekki verið að banna öll frávik til að innlendum framleiðendum líði vel og að þeir fái ekki samkeppni frá söluaðilum alþjóðlegrar söluvöru. Hvaðan á að koma þrýstingur á afnám hafta ef stjórnvöld nýta þau með skipulegum hætti til að tryggja að innlendum framleiðendum og þjónustuaðilum líði alltaf vel innan þeirra?Af hverju ekki herða þá meira? Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenning í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar? Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða hefur að undanförnu spunnist um þá ákvörðun Seðlabankans að breyta reglum um gjaldeyrismál til að banna samninga sem erlend tryggingafélög hafa boðið og fela í sér bæði tryggingar og sparnað í erlendum gjaldeyri. Við þessa ákvörðun er margt að athuga. Fyrir það fyrsta hefur lögum um höftin ekki verið breytt. Það er umhugsunarefni hvort stjórnvald getur breytt í grundvallaratriðum túlkun sinni á lögum um gjaldeyrishöft, án þess að lagabókstafnum hafi verið breytt að neinu leyti. Er stjórnvaldi frjálst að túlka sambærileg tilvik með ólíkum hætti frá einum tíma til annars? Þetta er sérstaklega athugunarvert í þessu tilviki, þar sem undir liggja atvinnuhagsmunir tryggingafélaganna sem í hlut eiga og hagsmunir tugþúsunda Íslendinga. Hvernig getur ráðherrann sem ber ábyrgð á framkvæmd haftanna sætt sig við sinnaskipti af þessum toga ef lögum hefur ekki verið breytt? Í umræðunni hafa einkum tvenns konar rök verið færð fram til réttlætingar þessum sinnaskiptum. Annars vegar að óréttlátt sé að einstaklingar hafi rétt til sparnaðar erlendis á sama tíma og lífeyrissjóðum landsmanna sé meinað að spara erlendis. Hins vegar að nauðsynlegt sé að sama gildi um innlend og erlend tryggingafélög að þessu leyti og óásættanlegt sé að erlend tryggingafélög geti boðið sparnaðarlausnir í erlendri mynt, sem innlendir aðilar geti ekki boðið.Hættuleg aðlögun að höftum Bæði rökin lýsa hættulegri aðlögun hugarfars okkar að viðvarandi haftabúskap. Hvor tveggja rökin er hægt að nota til að réttlæta að herða höftin enn frekar. Ég hef margsinnis fjallað um það tjón sem höftin valda lífeyriskerfi okkar og ég hef gagnrýnt Seðlabankann fyrir að ganga út frá því að hægt sé að tjóðra lífeyrissjóðina til langs tíma og meina þeim fjárfestingar erlendis. Slík langtímahöft munu bara eyðileggja áhættudreifingu lífeyrissjóðanna, torvelda fjárfestingu þeirra í atvinnustarfsemi og gera þá enn háðari fjárfestingum í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þar með væri grafið undan höfuðstyrkleika íslenska lífeyriskerfisins og kerfinu breytt í eitthvað sem líkist mun meira gegnumstreymiskerfum þeirra landa sem við viljum síst bera okkur saman við í lífeyrismálum. En staða lífeyrissjóðanna er samt í grundvallaratriðum önnur en staða erlendra fyrirtækja sem bjóða erlendar lífeyristryggingar. Höftin meina lífeyrissjóðum fjárfestingar erlendis í ávöxtunarskyni, en hindra þá ekki í grundvallarstarfsemi sinni. Ástæða þeirrar hindrunar er sú að gjaldmiðillinn þolir ekki að óbreyttu útflæði sem nemur fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna erlendis, þótt hann geti þolað útflæði sem leiðir af sölu lífeyristrygginga til 30 þúsund einstaklinga. Höftin eru þannig takmörkuð við það sem er nauðsynlegt út frá útflæðisáhættu. Hið nýja haftaskref útilokar sölu lífeyristrygginga í gjaldgengum gjaldmiðli yfir landamæri. Það er ný, stór hindrun í frjálsum þjónustuviðskiptum, sem útilokar tiltekna atvinnustarfsemi og eykur líkur á að höftin verði talin brjóta gegn EES, enda er sú hindrun ekki nauðsynleg til að tryggja þjóðarhag. Lausnin á þeirri slæmu stöðu sem lífeyrissjóðirnir eru í er ekki að læsa fleiri inni í fangelsinu, heldur að losa um höftin með skynsamlegum hætti. Þar hefur Samfylkingin einn flokka útfært plan. Það eru ekki heldur tæk rök að núverandi staða mismuni gagnvart innlendum tryggingafyrirtækjum, því þeim sé bannað það sem erlendu fyrirtækjunum leyfist. Ef það væru tæk rök væru höftin ekki lengur neyðarráðstöfun til að verja þjóðarbúið gegn óviðráðanlegri hættu, heldur hagstjórnartæki eða tæknileg viðskiptahindrun sem ætlað væri að stilla viðskiptalífið af til að tryggja að innlendir aðilar stæðu alltaf framar erlendum í samkeppni. Þá væru höftin fallin um sjálf sig. Höftin ívilna í dag óhjákvæmilega á margan hátt innlendum framleiðendum og þjónustuveitendum, en þetta er eitt fárra tilvika þar sem þau ívilna erlendum. Lausnin getur ekki verið að banna öll frávik til að innlendum framleiðendum líði vel og að þeir fái ekki samkeppni frá söluaðilum alþjóðlegrar söluvöru. Hvaðan á að koma þrýstingur á afnám hafta ef stjórnvöld nýta þau með skipulegum hætti til að tryggja að innlendum framleiðendum og þjónustuaðilum líði alltaf vel innan þeirra?Af hverju ekki herða þá meira? Þessi staða sem nú er upp komin vekur margar spurningar og áhyggjur. Með sömu rökum og nú er beitt er hægt að réttlæta að hverfa frá öllum þeim heimildum sem nú gera höftin bærileg fyrir almenning í landinu. Er ekki einboðið að banna fólki að kaupa erlendar vörur með greiðslukorti? Það eru dæmi um að fólk kaupi dýrar erlendar vörur þannig og endurselji í stórum stíl. Er ekki borðleggjandi að banna það, af því einhverjir aðrir búa ekki við sömu undanþágur? Og hvar endar þá upphersla haftanna í boði ríkisstjórnarinnar? Við megum aldrei verða svo vön höftunum að við förum að líta á þau sem sjálfsagt stjórnkerfi efnahagsmála og telja það mestu skipta að þau tryggi jafnstöðu ólíkra atvinnugreina og aðila. Ef það verður markmiðið er auðvelt að finna ávallt nýjar ástæður til að herða höftin.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun