Um tíðindi í stjórnmálum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna?
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun