Hamingju hvað sem það kostar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. júlí 2014 10:00 Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru aftur orðnir hamingjusamir. Næsthamingjusamasta þjóð í Evrópu meira að segja samkvæmt nýrri rannsókn European Social Survey sem tók til 29 Evrópuþjóða. „Hamingja Íslendinga nálgast það stig sem hún var fyrir bankahrun,“ sagði í frétt á Vísi í gær. Þar kom fram að eftir hrunið fyrir tæpum sex árum hefði hamingja Íslendinga dalað vegna fjárhagsáhyggna en væri nú í blússandi uppsveiflu. Reyndar kom líka fram í fréttinni að hamingja barna og unglinga hefði aukist í kreppunni vegna fleiri samverustunda með foreldrum, en hamingja þeirra virðist ekki tekin með í heildarútreikninga á hamingju þjóðarinnar, hvernig sem þeir nú fara fram. Ekki kemur fram í fréttinni af hverju þessi hamingjuaukning Íslendinga stafar en sé rýnt í fleiri fréttir undanfarinna vikna kemur í ljós að frasinn „eins og fyrir hrun“ kemur fyrir í hverri fréttinni af annarri. Íslendingar ferðast nærri jafn mikið til útlanda og þeir gerðu fyrir hrun, fasteignaverð nálgast það sem það var fyrir hrun, fjöldi byggingarkrana í Reykjavík er orðinn helmingur af því sem hann var fyrir hrun og svo framvegis. Góðærið er á hraðri innleið aftur og hamingjan eykst í samræmi við það, að því er virðist. Í búsáhaldabyltingunni margumtöluðu var mikið rætt um það að nú hefðu Íslendingar lært sína lexíu og það ástand sem hér skapaðist í góðærinu „fyrir hrun“ gæti aldrei skapast aftur. Nú yrði horfið til fyrri gilda og ofuráherslan á efnisleg gæði þurrkuð út úr hamingjujöfnunni. Sú spá virðist ekki hafa gengið eftir. Þjóðin vill sitt góðæri og engar refjar og virðist hvorki hafa lært eitt né neitt af hruninu og eftirköstum þess. Enda herma nýjustu fréttir að Hannes Hólmsteinn ætli sér að sanna að í rauninni megi rekja orsakir hrunsins til áhrifa erlendra mafíósa á íslenska bankamenn, svo það er varla von að þjóðin líti svo á að hún beri nokkra ábyrgð á því. Vondu útlendingarnir stóðu auðvitað á bak við þetta allt saman. Við gerðum ekkert rangt. Að öllu gríni slepptu þá er það dálítið ógnvekjandi hversu fljótt íslenska þjóðin virðist hafa gleymt því hvað það var sem leiddi okkur í þrot haustið 2008. Sex ár eru ekki langur tími en engu að síður virðist ástandið hér eftir hrun vera horfið úr minni flestra. Fólk man bara góðu tímana fyrir hrun og þráir sitt brauð og leiki, utanlandsferðir og íbúðir á uppsprengdu verði. Þeir sem vara við því að farið sé offari í efnahagsmálum eru aftur orðnir afturhaldsseggir og íhaldskurfar og bankar frábiðja sér viðskipti þeirra sem ekki eru í góðum efnum. Enga aumingja hér, takk fyrir. Margir lífshamingjugúrúar predika að til þess að öðlast hamingju sé vænlegast til árangurs að einblína á það góða, fyrirgefa það slæma og gleyma því sem fyrst. Þá speki virðist íslenska þjóðin upp til hópa hafa tileinkað sér eftir hrun og uppskorið hamingju í samræmi við það. Við skulum bara vona að sú hamingja reynist ekki of dýru verði keypt þegar upp er staðið.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun