Er eitthvað að frétta af náttúrupassa? Valgerður Bjarnadóttir skrifar 14. júlí 2014 07:00 Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt fyrsta verk stjórnarmeirihlutans eftir kosningarnar í fyrra var að lækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu úr 14% í 7%. Þegar það var gert var áætlað að tekjur ríkissjóðs myndu lækka um 1,5 milljarða í ár vegna þessa. Ljóst er að tekjutapið er miklu meira, vegna þess að ferðamannastraumurinn hefur aldrei verið meiri. Ríkisstjórnin er nefnilega þeirrar skoðunar að ríkissjóður eigi að sækja sem allra minnstar tekjur til atvinnuveganna, jafnvel þótt starfsemin blómstri sem aldrei fyrr. Atvinnurekendur, hvort heldur í ferðþjónustu eða sjávarútvegi, eru sterkur hagsmunahópur. Ríkisstjórnin vill ekki styggja þá og einungis leggja þau gjöld á atvinnuvegina sem „full sátt er um“. Eins og það sé líklegt að hagsmunahópar segi einhvern tímann: „já, þetta er sanngjarnt, við ráðum vel við þetta.“ Ef atvinnuvegirnir leggja ekki sinn skerf til samfélagsþjónustunnar, þá verður skattbyrði hinna – launafólks – þyngri. Það er ekki flóknara en það. Í stað almennrar skattlagningar vill stjórnarmeirihlutinn leggja á gjöld; þeir borga sem njóta. Nú er liðið meira en ár síðan ruglið um náttúrupassann byrjaði. Gjaldtökuna sem allir eiga að vera sáttir við. Landeigendur eru svo sáttir við málatilbúnaðinn, að þeir hafa lagst út í lögleysu og innheimt gjöld af fólki sem á leið um lendur þeirra. Ferðamálaráðherrann er steinhissa, skilja menn ekki að hún er að leysa þetta, hefur átt fundi með fjölda fólks um málið. Auðvitað hefur ekkert komið út úr þeim fundarhöldum öllum saman. Engar tillögur eru komnar fram. Í stjórnarandstöðu var ráðherrann hávaðasöm um að ekki mætti leggja á gjöld sem varða ferðaþjónustuna nema með góðum – löngum – fyrirvara. Mig minnir að í þeirri andrá hafi verið talað um allt að 18 mánuði. Ef ríkistjórnin leggur fram tillögur strax á haustþingi um hvernig haga eigi tekjuöflun til að standa undir uppbyggingu innviða í þessari nú mikilvægustu eða næstmikilvægustu atvinnugrein landsins, má gera ráð fyrir að þær ráðstafanir taki gildi árið 2016. Það er nú aldeilis munur að hafa röggsamt fólk í brúnni.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar