Bull á sterum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. júlí 2014 06:00 Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun