Þjóðarleiðtogar votta samúð sína vegna malasísku flugvélarinnar ingvar haraldsson skrifar 18. júlí 2014 07:00 Brak Boeing 777 flugvélar Malaysian Airlines. Talið er að allir 295 sem voru um borð hafi látist nordicphotos/afp Talið er að allir 298 farþegar í flugi MH17, á vegum malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, séu látnir eftir að vélin hrapaði í Austur-Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að 295 hefðu látist en síðar kom í ljós að þrjú ungabörn voru einnig á meðal farþega. Flugvélin var á leið inn í rússneska lofthelgi þegar samband við hana rofnaði. Að sögn sjónarvotta rigndi braki og líkum yfir íbúa nálægt bænum Hrabove sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, kallaði atvikið hryðjuverkaárás og fullyrti að úkraínski herinn hefði ekki skotið vélina niður. Uppreisnarmenn neita einnig sök. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir Úkraínumenn bera ábyrgð á atvikinu. Ef úkraínski herinn hefði ekki hafið sókn gegn uppreisnarmönnum í Suðaustur-Úkraínu hefði harmleikurinn ekki átt sér stað. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi eftir slysið í gær í forsætisráðherra Malasíu og forseta Úkraínu til að ræða árásina. Í sjónvarpsávarpi í gær hét hann því að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að varpa ljósi á hvað gerðist. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og mjög sorgmæddur yfir hrapi vélarinnar. „Margt er óljóst varðandi það hvernig vélin hrapaði. Óstöðugleikinn á svæðinu, sem aðskilnaðarsinnar bera ábyrgð á í skjóli rússneskra yfirvalda, hefur skapað hættulegar aðstæður,“ sagði Rasmussen í yfirlýsingu. Meirihluti farþega um borð voru Hollendingar eða 154. Meðal látinna voru einnig Ástralar, Malasar, Indónesar, Bretar, Þjóðverjar, Belgar, Filippseyingar og einn Kanadamaður. Enn er eftir að gera grein fyrir þjóðerni fleiri farþega. Atvikið gæti haft mikil áhrif á átökin á svæðinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna stöðunnar. NATO fullyrðir að Rússar hafi aukið flutning hergagna til uppreisnarmanna á síðustu vikum. Vegna þessa hefur Bandaríkjastjórn hert efnahagsþvinganir gegn Rússum. MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Talið er að allir 298 farþegar í flugi MH17, á vegum malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, séu látnir eftir að vélin hrapaði í Austur-Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að 295 hefðu látist en síðar kom í ljós að þrjú ungabörn voru einnig á meðal farþega. Flugvélin var á leið inn í rússneska lofthelgi þegar samband við hana rofnaði. Að sögn sjónarvotta rigndi braki og líkum yfir íbúa nálægt bænum Hrabove sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Petró Porósjenkó, forseti Úkraínu, kallaði atvikið hryðjuverkaárás og fullyrti að úkraínski herinn hefði ekki skotið vélina niður. Uppreisnarmenn neita einnig sök. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir Úkraínumenn bera ábyrgð á atvikinu. Ef úkraínski herinn hefði ekki hafið sókn gegn uppreisnarmönnum í Suðaustur-Úkraínu hefði harmleikurinn ekki átt sér stað. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi eftir slysið í gær í forsætisráðherra Malasíu og forseta Úkraínu til að ræða árásina. Í sjónvarpsávarpi í gær hét hann því að Bandaríkjamenn myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að varpa ljósi á hvað gerðist. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagðist í yfirlýsingu vera í áfalli og mjög sorgmæddur yfir hrapi vélarinnar. „Margt er óljóst varðandi það hvernig vélin hrapaði. Óstöðugleikinn á svæðinu, sem aðskilnaðarsinnar bera ábyrgð á í skjóli rússneskra yfirvalda, hefur skapað hættulegar aðstæður,“ sagði Rasmussen í yfirlýsingu. Meirihluti farþega um borð voru Hollendingar eða 154. Meðal látinna voru einnig Ástralar, Malasar, Indónesar, Bretar, Þjóðverjar, Belgar, Filippseyingar og einn Kanadamaður. Enn er eftir að gera grein fyrir þjóðerni fleiri farþega. Atvikið gæti haft mikil áhrif á átökin á svæðinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda á morgun vegna stöðunnar. NATO fullyrðir að Rússar hafi aukið flutning hergagna til uppreisnarmanna á síðustu vikum. Vegna þessa hefur Bandaríkjastjórn hert efnahagsþvinganir gegn Rússum.
MH17 Tengdar fréttir Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58 Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55 Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58 Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30 Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35 Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56 Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Sjötta mannskæðasta flugslys sögunnar Óttast er að allir 295 farþegar Malaysian Airlines flugvélarinnar hafi látið lífið. 17. júlí 2014 15:58
Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu Samtals eru rúmlega fimm hundruð manns taldir af vegna hvarfs MH370 og hrap vélarinnar í dag. 17. júlí 2014 16:55
Farþegi tók mynd af vélinni fyrir flugtak Hollenskur farþegi sem var um borð í Boeing-777 vél Malaysia Airlines, tók mynd af vélinni áður en hann fór um borð og skrifaði: "Ef hún týnist, lítur hún svona út.“ 17. júlí 2014 17:58
Flugvélin var skotin niður yfir átakasvæðinu Úkraínustjórn og uppreisnarmenn hliðhollir Rússum kenna hvorir öðrum um. 18. júlí 2014 07:30
Þjóðerni hluta farþeganna staðfest Staðfest hefur verið að um borð í Boeing 777 flugvél Malaysia Airlines sem fórst yfir austurhluta Úkraínu í dag voru 154 Hollendingar. Einnig er ljóst að um borð voru 27 Ástralir, 23 Malasar, 11 Indónesar, 6 Bretar, 4 Þjóðverjar, 4 Belgar, 3 Filippseyingar, 1 Kanadamaður. 17. júlí 2014 21:35
Átján ár slétt síðan 230 manns létust í flugslysi Þann 17. júlí 1996 hrapaði flugvél TWA 800 yfir Long Island á austurströnd Bandaríkjanna. 17. júlí 2014 17:56
Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af. 17. júlí 2014 15:26