Taka á upp friðarviðræður á ný Jonas Gahr Støre, Stefan Löfven, Árni Páll Árnason og og Antti Rinne. skrifa 28. júlí 2014 07:00 Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna. Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara. Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring. Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn. Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma. Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki. Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru. Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa. Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka. Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu. Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi. Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, NoregiStefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, SvíþjóðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandiAntti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Gasa Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Við erum nú enn á ný vitni að harmleik í Miðausturlöndum. Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og allt alþjóðasamfélagið verða að knýja stríðsaðila til að gera vopnahlé og hefja friðarviðræður. Enn og aftur bitna átökin verst á almennum borgurum meðal Palestínumanna og Ísraelsmanna. Langflest fórnarlömbin eru saklausir Palestínumenn sem ekki eiga þess kost að flýja átökin á lokuðu Gasa-svæðinu. Margir þeirra eru börn. Ísraelsríki hefur rétt til sjálfsvarnar en stjórnvöld verða að fylgja alþjóðalögum og forðast tjón meðal óbreyttra borgara. Í átökunum ber Ísrael sérstaka ábyrgð sem hernámsveldi, með yfirburðastöðu í hernaðarmætti. Við fordæmum ofbeldi sem ísraelsk stjórnvöld hafa beitt langt umfram tilefni. Það gengur þvert á þjóðarétt og grundvallarreglur mannréttinda.Refsiaðgerðum á að beita komist ekki á vopnahlé Við fordæmum einnig eldflaugaárásir Hamas-samtakanna. Evrópusambandið telur Hamas til hermdarverkahópa, og samtökin beita aðferðum sem ekki verður unað. Til að nokkur kostur sé á að árangur náist í friðarferlinu verður ofbeldinu að linna. Ofbeldi og hatur leiða af sér meira hatur og ofbeldi í eilífum vítahring. Báðir deiluaðilar verða að hlíta kröfum SÞ og alþjóðasamfélagsins um varanlegt vopnahlé. Þann aðilanna sem ekki gengst inn á vopnahlé, eða báða, verður að beita refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna. Samhliða friðarviðræðum ber að setja á stofn óháða rannsóknarnefnd sem kannar mannréttindabrot stríðsaðila í átökunum. Virða á hina mikilvægu grunnreglu um að þeir sem grunaðir eru um stríðsglæpi sæti ákæru fyrir rétti eins og aðrir afbrotamenn. Vopnahléinu verður að fylgja strax eftir með raunverulegum friðarviðræðum undir alþjóðlegri forystu. Friðarsamningar sem byggjast á reglum þjóðaréttarins eru eina leiðin úr því öngþveiti á svæðinu sem raun ber vitni. Raunverulegir friðarsamningar eru einnig eini möguleikinn til að bæði Palestínumenn og Ísraelsmenn geti búið við annað en látlaust ofbeldi, vonlausa framtíð og brostna drauma. Dvöl alþjóðaherliðs á svæðinu kann að reynast nauðsynleg forsenda friðarsamninga. Norrænu ríkin eiga að lýsa sig reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. Til að samningar leiði til friðar og stöðugleika þurfa þeir að varða bæði rætur átakanna sem nú hafa staðið í rúma sex áratugi og veita lausn á daglegum raunum Palestínumanna og Ísraelsmanna.Sérmerkja á vörur frá hernumdum svæðum Ísraelsríki verður að hætta hernámi sínu á Vesturbakkanum, vinda ofan af búsetustefnunni sem felur í sér stöðuga innlimun hernuminna landsvæða og létta herkvínni af Gasa-svæðinu. Við teljum æskilegt að vörur sem framleiddar eru í ísraelskum byggðum á hernumda svæðinu verði merktar sérstaklega til að neytendum gefist kostur á að kaupa þær ekki. Við ráðum fyrirtækjum frá því að versla með vöru og þjónustu sem á uppruna sinn í ísraelskum byggðum á hernumdu svæðunum. Við hyggjumst beita okkur á alþjóðavettvangi fyrir aðgerðum gegn slíkri vöru. Landamærin að Gasa-svæðinu verður að opna fyrir mannúðaraðstoð, fólki og verslun. Að þessu leyti ber Egyptalandsstjórn sérstaka ábyrgð. Ástand mannúðarmála og efnahagsástandið á Gasa verður að bæta. Hörmungarástandið nú er eitt og sér ógn við frið og lýðræðisþróun á Gasa. Það er forsenda sanngjarnrar niðurstöðu í friðarsamningum að öllum hermdarverkum verði hætt og að báðir aðilar leggi sig fram um að koma í veg fyrir hermdarverkastarfsemi sjálfstæðra hópa og samtaka. Jafnaðarmenn hafa í rúm 40 ár beitt sér fyrir sanngjörnu og varanlegu friðarsamkomulagi í átökunum milli Ísraels og Palestínu. Reynslan hefur sannfært okkur um að tveggjaríkjalausnin, byggð á grundvallarsjónarmiðum þjóðaréttarins, er eina ráðið til að binda enda á deiluna og tryggja réttmætar kröfur bæði Palestínumanna og Ísraelsmanna um sjálfsákvörðunarrétt og öryggi. Tveggja ríkja lausn krefst hins vegar að sjálfsögðu einnig gagnkvæmrar viðurkenningar og vilja til friðsamlegrar sambúðar.Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, NoregiStefan Löfven, formaður Jafnaðarflokksins, SvíþjóðÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ÍslandiAntti Rinne, formaður Jafnaðarflokksins, Finnlandi
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar