Átök í Úkraínu tefja rannsókn á flugi MH17 Snærós Sindradóttir skrifar 28. júlí 2014 06:00 Þessir hollensku lögreglumenn voru staddir í Dónetsk-borg í austurhluta Úkraínu á sunnudag. Vegna átaka geta þeir ekki hafið rannsókn á hrapi MH17. Mynd/AP Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands. MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands.
MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53
Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35
Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12