Byggðaklúður ríkisstjórnarinnar Árni Páll Árnason skrifar 1. ágúst 2014 07:00 Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin ber sér mjög á brjóst og segist vinna í þágu hinna dreifðu byggða og tilkynnir með látum uppbyggingu opinberra starfa í landsbyggðunum. Það var höfuðefni þjóðhátíðarræðu forsætisráðherra. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar var hins vegar að slá af sóknaráætlanir landshluta og taka af fólki í hinum dreifðu byggðum vald yfir þróun eigin mála. Sóknaráætlanir byggðu á að færa ákvörðunarvald til fólksins sjálfs og að fé til uppbyggingar yrði ráðstafað í heimabyggð. Ný ríkisstjórn færði ákvörðunarvaldið í byggðamálum aftur til Reykjavíkur og breytti því í úthlutunarvald af gömlu sortinni. Hið eina sem hönd á festir í sjálfumglöðum yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar um yfirburði hennar í byggðamálum er yfirlýsing sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu til Akureyrar, í fullkomnum ófriði við starfsfólk. Svo hefur reyndar komið í ljós að Fiskistofa á ekki að fara til Akureyrar, bara sumir og kannski ekki nema helmingurinn af starfsfólkinu. Fullkomlega óljóst er hvort meirihluti er fyrir þeirri ráðstöfun meðal stjórnarflokkanna. En á sama tíma og forsætisráðherra lofar uppbyggingu opinberra starfa á landsbyggðinni leggur innanríkisráðherrann niður störf í þjónustu við fólk með sameiningu lögregluembætta og sýslumannsembætta. Sama gerir heilbrigðisráðherrann með sameiningu heilbrigðisstofnana yfir gríðarstór landssvæði, þar sem verulegur vafi er á að breytingin skili einhverjum efnahagslegum ávinningi. Í báðum tilvikum tapast verðmæt störf í viðkvæmum byggðum. Í báðum tilvikum er grafið undan þjónustu við fólk í heimabyggð og verðmætum þekkingarstörfum fækkað. Og það sem athyglisverðast er: Hvorki innanríkisráðherrann né heilbrigðisráðherrann virðast hafa áttað sig á að sunnanverðir og norðanverðir Vestfirðir eru varla í vegasambandi hálft árið! Er hægt að finna ráðlausari ríkisstjórn í byggðamálum?
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun