Sveitarfélögin axli meiri ábyrgð Ingimar Einarsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Ísland sker sig úr hópi norrænu ríkjanna m.t.t. þess að hér eru heilbrigðismál að stærstum hluta verkefni ríkisins. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi málaflokkur aðallega á hendi sveitarfélaga og svæðisstjórna. Hér á landi telur hluti landsmanna að bæði fagleg og fjárhagsleg rök styðji að fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sé með öðrum hætti en í nágrannalöndunum. Aðrir álíta að valddreifing í heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg til að leysa úr læðingi frumkvæði og framþróun. Þessi sjónarmið takast sífellt á en síðustu áratugina hefur miðstýringin haft yfirhöndina og ekki virðist mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð. Það vekur jafnframt athygli að þrátt fyrir sameiningar sjúkrahúsa og aðrar breytingar á heilbrigðisþjónustu í grannríkjunum er heilsugæslu að mestu haldið uppi af sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Þeir eru áfram hliðverðir heilbrigðiskerfisins. Í öllum þessum löndum er mikil ánægja meðal almennings, starfsmanna og stjórnvalda með heilbrigðisþjónustuna. Gæði, öryggi og mönnun er í góðu lagi. Allir eru sammála um að heilbrigðismál, og þá sérstaklega heilsugæsla, hljóti að teljast til nærþjónustu sem eðlilega sé á ábyrgð sveitarfélaga og héraðsstjórna. Á Íslandi blása aðrir vindar.Vindar sameiningar Þann 9. júlí s.l. gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni frá og með 1. október nk. og nær hún nú til heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Þetta er endapunktur á ferli sem hófst í ársbyrjun 1999 með sameiningu allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Austfjörðum í eina heilbrigðisstofnun, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Þar á eftir fylgdu Suðurnes, Höfuðborgarsvæðið og Vesturland. Fyrirhuguðum sameiningum var frestað í lok síðasta árs við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2014 og var það gert í því skyni að hafa frekara samráð við heimamenn. Ekki er þó að sjá að heilbrigðisyfirvöld og einstök sveitarfélög hafi, það sem af er þessu ári, talað mikið saman eða lagt mikla vinnu í að útfæra og ná samstöðu um hugmyndir sínar um framtíðarskipan heilbrigðismála á landsbyggðinni.Nærþjónusta Yfirstandandi breytingar eru eftir sem áður á skjön við þau áform sem uppi voru um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sbr. lög nr. 87/1994 um reynslusveitarfélög. Í framhaldi af þeirri lagasetningu var samið við tvö sveitarfélög, Hornafjarðarbæ og Akureyri, um að taka að sér heilsugæslu og öldrunarmál og samþætta þá starfsemi félagslegri þjónustu þessara sveitarfélaga. Hugmyndin var sú að afla reynslu af þessu fyrirkomulagi og leggja hana til grundvallar ákvörðunum um almennan flutning verkefna til sveitarfélaganna. Yfirtaka og samþætting fyrrgreindra málaflokka tókst mjög vel og stuðlaði m.a. að því að tekið hefur verið heildstætt á málefnum einstakra öryrkja, atvinnulausra og fólks með félagsleg vandamál. Þetta, og margt annað, reyndist auðveldara eftir að heilsugæslan var orðin hluti af þjónustu og stjórnsýslu þessara bæjarfélaga. Heilbrigðisyfirvöld voru samt ekki tilbúin að stíga skrefið til fulls.Heildarsýn Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er margþættur og snýr ekki aðeins að sameiningu heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir risavöxnum viðfangsefnum sem erfitt verður að leysa án aukinna fjárveitinga, tækja- og tæknivæðingar og byggingar nútímalegs háskólasjúkrahúss. Ekki verður heldur gengið fram hjá heilsugæslunni ef tryggja á nægjanlega góða lýðheilsu til framtíðar. Þau skoðanaskipti sem átt hafa sér stað milli heilbrigðisráðherra og sveitarstjórnarmanna að undanförnu eru því miður aðeins ein birtingarmynd þess að hvorki liggur fyrir skýr framtíðarsýn né áætlun um hvernig ná megi mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Efling heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins spurning um forgangsröðun málaflokka. Öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi verður að byggja á traustum efnahagslegum grundvelli og aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Sömuleiðis er brýnt að ráðist verði í endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og farið sérstaklega yfir hvernig sveitarfélög geti eins og annars staðar á Norðurlöndum staðið undir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Til þess að auðvelda það verk er mikilvægt að sveitarstjórnarstiginu verði markaðir sérstakir tekjustofnar. Þannig geta sveitarstjórnir tekið sér aukið vald og borið aukna ábyrgð sem væri bæði til hagsbóta fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðisþjónustan áfram verða í fjötrum miðstýringar um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland sker sig úr hópi norrænu ríkjanna m.t.t. þess að hér eru heilbrigðismál að stærstum hluta verkefni ríkisins. Annars staðar á Norðurlöndum er þessi málaflokkur aðallega á hendi sveitarfélaga og svæðisstjórna. Hér á landi telur hluti landsmanna að bæði fagleg og fjárhagsleg rök styðji að fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sé með öðrum hætti en í nágrannalöndunum. Aðrir álíta að valddreifing í heilbrigðisþjónustu sé nauðsynleg til að leysa úr læðingi frumkvæði og framþróun. Þessi sjónarmið takast sífellt á en síðustu áratugina hefur miðstýringin haft yfirhöndina og ekki virðist mikilla breytinga að vænta í náinni framtíð. Það vekur jafnframt athygli að þrátt fyrir sameiningar sjúkrahúsa og aðrar breytingar á heilbrigðisþjónustu í grannríkjunum er heilsugæslu að mestu haldið uppi af sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Þeir eru áfram hliðverðir heilbrigðiskerfisins. Í öllum þessum löndum er mikil ánægja meðal almennings, starfsmanna og stjórnvalda með heilbrigðisþjónustuna. Gæði, öryggi og mönnun er í góðu lagi. Allir eru sammála um að heilbrigðismál, og þá sérstaklega heilsugæsla, hljóti að teljast til nærþjónustu sem eðlilega sé á ábyrgð sveitarfélaga og héraðsstjórna. Á Íslandi blása aðrir vindar.Vindar sameiningar Þann 9. júlí s.l. gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni frá og með 1. október nk. og nær hún nú til heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi. Þetta er endapunktur á ferli sem hófst í ársbyrjun 1999 með sameiningu allra heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Austfjörðum í eina heilbrigðisstofnun, Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Þar á eftir fylgdu Suðurnes, Höfuðborgarsvæðið og Vesturland. Fyrirhuguðum sameiningum var frestað í lok síðasta árs við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2014 og var það gert í því skyni að hafa frekara samráð við heimamenn. Ekki er þó að sjá að heilbrigðisyfirvöld og einstök sveitarfélög hafi, það sem af er þessu ári, talað mikið saman eða lagt mikla vinnu í að útfæra og ná samstöðu um hugmyndir sínar um framtíðarskipan heilbrigðismála á landsbyggðinni.Nærþjónusta Yfirstandandi breytingar eru eftir sem áður á skjön við þau áform sem uppi voru um miðjan tíunda áratug síðustu aldar um flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, sbr. lög nr. 87/1994 um reynslusveitarfélög. Í framhaldi af þeirri lagasetningu var samið við tvö sveitarfélög, Hornafjarðarbæ og Akureyri, um að taka að sér heilsugæslu og öldrunarmál og samþætta þá starfsemi félagslegri þjónustu þessara sveitarfélaga. Hugmyndin var sú að afla reynslu af þessu fyrirkomulagi og leggja hana til grundvallar ákvörðunum um almennan flutning verkefna til sveitarfélaganna. Yfirtaka og samþætting fyrrgreindra málaflokka tókst mjög vel og stuðlaði m.a. að því að tekið hefur verið heildstætt á málefnum einstakra öryrkja, atvinnulausra og fólks með félagsleg vandamál. Þetta, og margt annað, reyndist auðveldara eftir að heilsugæslan var orðin hluti af þjónustu og stjórnsýslu þessara bæjarfélaga. Heilbrigðisyfirvöld voru samt ekki tilbúin að stíga skrefið til fulls.Heildarsýn Vandi íslenska heilbrigðiskerfisins er margþættur og snýr ekki aðeins að sameiningu heilbrigðisstofnana í þremur heilbrigðisumdæmum. Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir risavöxnum viðfangsefnum sem erfitt verður að leysa án aukinna fjárveitinga, tækja- og tæknivæðingar og byggingar nútímalegs háskólasjúkrahúss. Ekki verður heldur gengið fram hjá heilsugæslunni ef tryggja á nægjanlega góða lýðheilsu til framtíðar. Þau skoðanaskipti sem átt hafa sér stað milli heilbrigðisráðherra og sveitarstjórnarmanna að undanförnu eru því miður aðeins ein birtingarmynd þess að hvorki liggur fyrir skýr framtíðarsýn né áætlun um hvernig ná megi mikilvægum markmiðum í heilbrigðismálum. Efling heilbrigðiskerfisins er ekki aðeins spurning um forgangsröðun málaflokka. Öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi verður að byggja á traustum efnahagslegum grundvelli og aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu. Sömuleiðis er brýnt að ráðist verði í endurskoðun á stjórnskipulagi heilbrigðismála og farið sérstaklega yfir hvernig sveitarfélög geti eins og annars staðar á Norðurlöndum staðið undir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Til þess að auðvelda það verk er mikilvægt að sveitarstjórnarstiginu verði markaðir sérstakir tekjustofnar. Þannig geta sveitarstjórnir tekið sér aukið vald og borið aukna ábyrgð sem væri bæði til hagsbóta fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Ef ekkert verður að gert mun heilbrigðisþjónustan áfram verða í fjötrum miðstýringar um ókomna tíð.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun