Hommar og íslensk þjóðarsál Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sveinn Arnarsson Mest lesið Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Íslensk þjóð telur sig vera þá mestu og bestu sem gjörvallt sólkerfið hefur barið augum frá Miklahvelli. Á tyllidögum teljum við okkur komin ljósár á undan öðrum þjóðum hvað varðar jafnrétti kynjanna, frelsi fjölmiðla, eigum hreinustu orkuna, fallegustu náttúruna, fallegustu konurnar. Nú og ef við erum ekki alveg að ná markmiðinu þá trompum við allt með íslensku uppfinningunni „höfðatölu“, sem virðist vera einhvers konar afturhvarf til grískra dæmisagna um refinn sem náði ekki berjunum og taldi þau súr fyrir bragðið. Í rauninni erum við Íslendingar ekkert nema haugur af Mývetningum; fullir af lofti. Við rembumst við að telja okkur trú um eitthvað sem er í reynd tóm fjárans lygi. Til að mynda er lífseig sú mýta okkar Íslendinga að við séum með hreinustu náttúruafurðirnar, landið okkar sé svo hreint. Meira að segja hafa þingmenn bent á þessa „staðreynd“. Hverjir eru búnir að gleyma of miklu kadmíum í áburði, iðnaðarsalti, díoxínmengun í Skutulsfirði, flúormengun á fleiri en einum stað og svo mætti lengi telja? Dæmin sanna að við erum alveg jafn góð í að eitra okkar eigin matvæli eins og aðrir. Við Íslendingar erum bara alveg eins og allir aðrir, hvorki verri né betri. Við erum bara svo aftarlega á merinni, sirkabát 100 árum of aftarlega á merinni, að karlmaður má einungis gefa blóð í Blóðbankanum ef hann sver þess eið að stunda aðeins kynlíf með konu! Bíddu, ha… hvað var ég að skrifa… Mega samkynhneigðir karlmenn ekki, í þeirri barnslegu einlægni að vilja gera samfélagi sínu greiða, gefa blóð í Blóðbankann? Bý ég í samfélagi þar sem blóðgjöf frá nánum vinum mínum er talin annars flokks blóð, já, eða jafnvel þriðja eða fjórða flokks? Bý ég í samfélagi sem dregur samkynhneigða karlmenn í svo ógeðfelldan dilk að við viljum ekki nýta gjafir frá þeim? Viljum við búa í svoleiðis samfélagi?
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun