Frá Leifsstöð á hjóli Pawel Bartoszek skrifar 15. ágúst 2014 07:57 „Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Samsetning reiðhjóla er BÖNNUÐ í flugstöðinni.“ Svona skilaboð blöstu við mér, þrykkt á hurð í komusal Leifsstöðvar þaðan sem von var á mínum „sérstæða“ farangri, innpökkuðu hjóli eldri sonarins sem ég hafði keypt einhvers staðar í Evrópusambandinu. Ekki að til hafi staðið að draga fram skiptilykilinn, skrúfa framhjólið og pedalana á, rétta við stýrið og senda barnið hjólandi til höfuðborgarinnar en ég velti því samt fyrir mér hvort það væri ekki dálítið glatað að þetta færu fyrstu skilaboðin sem hjólreiðamenn fengju við komuna til landsins. Ekki bara: „Vinsamlegast ekki skrúfa hjólin saman hérna í komusalnum, hér er lítið pláss.“ Nei: „Gjörvöll millilandaflugstöðin er of lítil til að rúma þetta furðulega áhugamál ykkar. Verið úti.“Hjól manns maki Þegar inn í flugrútuna var komið var mér tilkynnt að ég ætti eftir að greiða fyrir hjólið. Að flytja hjól sem var pakkað í kassa af stærð 140 x 80 x 20 cm, og komst inn í farangurshólfið án teljandi vandræða kostaði það sama og að flytja fullorðinn farþega í sæti. Nú ætla ég ekki gráta mörgum tárum yfir þessum tvöþúsundkalli. Það er samkeppni á þessari leið og sem ábyrgur neytandi hefði maður kannski átt að ganga milli miðasölustanda og láta rútufyrirtækin bítast um að flytja hjólið manns á sem ódýrastan máta. Hitt er svo annað að heimasíða Flybus þegir þunnu hljóði yfir þessum viðbótarkostnaði og það virðist ekki vera hægt að panta flutning á hjóli á netinu. Dálítið ófagmannlegt.Alltaf rukkaðir Það er annars skondið hvað þetta handhæga farartæki sem sjálft er svo hjálplegt þegar kemur að því að flytja mann á milli staða er til trafala þegar það sjálft þarfnast flutnings. Það þarf að skrúfa það í sundur og pakka því í sérstakan kassa og jafnvel þannig kostar stundum sitt að flytja það einn fluglegg. Ég las eitt sinn blogg, raunir manns sem ferðast hafði um heiminn með ferðareiðhjólið sitt. Hann var með ráðleggingar í ellefu liðum. Fjórir af þeim ellefu liðum voru „Ekki hringja í flugfélagið!“ Ástæðan var þessi: Upplýsingarnar sem flugfélagið myndi veita myndu hvort sem er ekki standast og maður væri bara látinn borga eitthvað. Hans villta ráð var að mæta bara á staðinn og vona það besta. Annað ráðið var að flytja reiðhjólið í sem venjulegastri tösku og reyna að fela öll ummerki þess að um reiðhjól væri að ræða. Þannig var oft hægt að komast hjá því að vera rukkaður um aukagjald. Ef flugvallastarfsfólkið spurði hvað væri í töskunni var svarið: „Reiðhjólapartar.“Hraðbrautin Á Reykjanesbrautinni rakst maður reyndar á einhverja ferðamenn sem greinilega höfðu ætlað sér að hjóla til Reykjavíkur, sem var raunar ekki galin hugmynd enda var þetta um miðjan dag og veðrið ágætt. Það er draumur margra að banna mönnum að hjóla á Reykjanesbrautinni. Einhvern tímann voru meira að segja sett upp skilti sem bönnuðu hjólafólki að fara yfir mislægu gatnamótin á leiðinni, án þess þó að neitt lægi fyrir um hvaða aðra leið ætti að fara í staðinn. Ég skil þennan hraðbrautardraum svo sem ágætlega og til að gæta sanngirni þá eru hjólreiðar á hraðbrautum almennt ekki leyfðar. Vandinn er bara sá að Reykjanesbrautin er enn sem komið er ekki hraðbraut og fólk sem vill fara þessa leið á hjóli hefur engan annan valkost. Ef menn ætla sér að banna fólki að hjóla á Reykjanesbrautinni þá þarf einfaldlega að leggja stíg meðfram henni. Sá stígur gæti að hluta til legið í vegstæði gamla Keflavíkurvegarins og náð allavega að Vatnsleysustrandarveginum þaðan sem hjóla mætti til Voga og svo í gegnum Reykjanesbæ. Þetta myndi hugsanlega vera örlítið lengri leið en mun fjölskylduvænni upplifun en vegöxl Reykjanesbrautar.Ímyndum okkur Ég er ungur náttúruunnandi. Ég kem til landsins á hjóli. Labba út úr flugstöðinni. Við mér blasir skilti með merki af hjóli á bláum fleti ásamt ör og nokkrum vegalengdum: Keflavík (5 km) Vogar (16 km) Hafnarfjörður (45 km) Reykjavík (55 km) Væru þetta ekki vingjarnlegri móttökur en „Viltu gjöra svo vel að vera úti með þetta hjól þitt“?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun