Að standa við stóru orðin Bryndís Schram skrifar 15. ágúst 2014 07:57 Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Snæfríður heitin, dóttir mín, lektor við Háskólann á Bifröst, var vinur og aðdáandi Jóhönnu geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu og brautryðjandastarfs hennar. Minnug þeirrar vináttu set ég eftirfarandi orð á blað. Fyrir Alþingiskosningar 2013 fluttu tveir stjórnarandstöðuþingmenn, þeir Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason, þingsályktunartillögu með áskorun á þáverandi atvinnuvegaráðherra um að grípa þegar í stað til aðgerða til að forða íslenska geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu, því að „ef ekki verður nú þegar brugðist við þeirri stöðu, sem íslenski geitfjárstofninn er í, er hætt við, að það verði brátt um seinan“. Eftir kosningar settist Sigurður Ingi í stól atvinnuvegaráðherrans sem hann hafði skorað á – fyrir kosningar – að bjarga geitastofninum. Og Ásmundur Einar er sérstakur ráðunautur forsætisráðherra um málefni landbúnaðarins. Það er ekki gott til afspurnar að tala tungum tveim – að segja eitt í stjórnarandstöðu en annað í stjórn. Það heitir lýðskrum.Persónulegur harmleikur Þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar standa nú frammi fyrir prófraun, þar sem reynir á manndóm þeirra og heilindi. Prófið fer fram að Háafelli í Hvítársíðu þann 18. september nk. Þá fer að óbreyttu fram uppboð á eina geitfjárbúinu á Íslandi sem nær máli varðandi kynbætur og stofnrækt búfjárstofns í útrýmingarhættu. Hvað er í húfi? Fyrir hjónin á Háafelli, Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur og Þorbjörn Oddsson, og fjölskyldu þeirra er það persónulegur harmleikur. Brautryðjendastarf þeirra verður fyrir bí. „Já, en verður geitfjárræktinni ekki bara haldið áfram undir annarra stjórn?“ spyr sá sem ekki veit. Nei, það er ekki svo. Lögum samkvæmt teljast geitur ekki til bústofns, heldur flokkast sem gæludýr. Geiturnar eru persónuleg eign Jóhönnu. Missi hún jörðina, verður geitunum óhjákvæmilega stefnt í sláturhúsið.Nýting erfðaauðlinda Það er haft eftir formanni erfðanefndar landbúnaðarráðuneytisins „að þá leggist markviss geitfjárrækt á Íslandi af um ókomna tíð…“. Allir þeir sem greinarhöfundur hefur rætt við og vit hafa á eru sammála ofangreindu mati. Dr. Ólafur Dýrmundsson, umsjónarmaður geitfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir: „Þarna (innskot: Á Háafelli) er stærsti og fjölbreyttasti stofninn. Svo er hún (innskot: Jóhanna) með langflestar kollóttu geiturnar og fallega liti. Frá mínum sjónarhóli yrði mikill skaði að missa stofninn. Geitastofninn á Íslandi er það lítill að við megum ekkert missa. Það er mergurinn málsins“. Í greinargerð sinni með þingsályktuninni fyrir seinustu kosningar minna þeir Sigurður Ingi og Ásmundur Einar á að „Ísland er aðili að Ríó-samþykktinni frá 1992 um varðveislu erfðaefnis. Einnig er í gildi reglugerð númer 151/2005 um varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði, og starfar erfðanefnd landbúnaðarins eftir henni. Nefndin vinnur að því að varðveita og nýta erfðaauðlindir, sem hafa verðmæti fyrir landbúnaðinn og menningarlegt gildi, en íslenska geitin fellur þar undir“.Til bjargar geitfjárstofninum Fyrir gráglettni kjósenda er málum svo komið – eftir kosningar – að þingsályktunin með áskorun þeirra tvímenninganna á fyrrverandi atvinnuvegaráðherra beinist nú að þeim sjálfum: Að Sigurði Inga sem landbúnaðarráðherra og að Ásmundi Einari sem ráðgjafa forsætisráðherra. Spurningin er: Ætla þeir að láta það um sig spyrjast að þeir tali tungum tveim? Segi eitt í stjórnarandstöðu en allt annað í stjórn? Ég trúi því ekki að óreyndu að þeir láti slíkt um sig spyrjast. Ég skora hér með á þá að bregðast vel og drengilega við eigin áskorun á sjálfa sig. Það er varla til of mikils mælst, er það? Vonandi megum við vænta svars í tæka tíð, áður en prófdagurinn rennur upp, fimmtudaginn þann 18. september nk. Það er nægur tími til stefnu til að bjarga geitfjárstofninum frá útrýmingarhættu – og æru tvímenninganna í leiðinni.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar