Ekkert sem kemur á óvart Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2014 07:56 Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við boðaðri festu í ríkisfjármálum voru fyrirsjáanleg. Ríkisvaldið verður að tryggja öryggi og festu í ríkisfjármálum með skýrri forgangsröðun til grunnþátta samfélagsins. Að baki útdeilingu á skattfé eru einstaklingar á vinnumarkaði sem hafa skilað sínum sköttum til ríkisins. Það er lágmarkskrafa skattgreiðenda að þeim fjármunum sé sem best varið fyrir samfélagið allt, ef ekki rofnar sá samfélagssáttmáli sem skattkerfi ríkis byggir á – viljanum til að greiða skatta. Fjárlaganefnd hefur það lögbundna hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Verið er að fara yfir sex mánaða uppgjör ríkisins. Afar ánægjuleg niðurstaða hefur fengist í þessari vinnu hingað til og meint framúrkeyrsla ýmissa stofnana var ekki á rökum reist, meðal annars vegna mismunandi bókhaldsaðferða. Það er mikilvægt að fá þetta misræmi fram nú vegna fjárlagavinnunnar í framhaldinu. Horfi ég bjartsýn til markmiðs ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög fyrir árið 2014. Ég fagna allri fjölmiðlaumræðu um ríkisfjármál og hvernig skattfé landsmanna er útdeilt. Það er því með öllu óskiljanlegt að stuðningsmenn Icesave-ríkisstjórnarinnar virðast hafa allt á hornum sér þegar gerð er sú krafa að ríkisstofnanir haldi sig innan ramma fjárlaga. Vísað er í lög sem viðkomandi stofnanir eru reistar á til að gegna lögbundnu hlutverki sínu. Það eru góð rök en fjárlög eru líka lög sem alþingismenn samþykkja á hverju ári. Það eru hreinar línur að fjárveitingavaldið setur rammann ár hvert fyrir hverja stofnun. Það er stjórnenda viðkomandi stofnunar að fylgja vilja fjárveitingarvaldsins sem birtist í fjárlögum. Árangur ríkisstjórnarinnar er mikill þá 14 mánuði sem hún hefur verið við völd. Bætt hefur verið tæpum 10 milljörðum í svelt heilbrigðiskerfi og 5 milljörðum til almannatrygginga ásamt mörgum öðrum stórum málum. Stuðningsmenn síðustu ríkisstjórnar hafa fá tromp á hendi til að ná viðspyrnu. Því taka þeir stöðu með framúrkeyrslu fjárlaga. Engar áætlanir í ríkisfjármálum stóðust á síðasta kjörtímabili. Þá hlýt ég að spyrja: Vilja skattgreiðendur þá óreiðu og sóun fjármuna síðasta kjörtímabils eða þá festu sem nú er boðuð? Í raun var þessari spurningu svarað í síðustu alþingiskosningum þegar Samfylking og VG fengu herfilega útreið og voru kosin frá völdum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun