Ferðaþjónustan getur greitt sitt Mikael Torfason skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskatti og stefnt er að því að þær breytingar taki gildi um næstu áramót. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum Bylgjunnar í síðustu viku að þessar breytingar ættu að ná til ferðaþjónustunnar sem býr við flókið og torskilið skattkerfi. „Þegar ég hef skoðað þessi skattamál betur núna síðustu mánuði er ég eiginlega komin á þá skoðun að við ættum að hækka virðisaukaskattinn á ferðaþjónustuna vegna þess að nú er velta ferðaþjónustunnar orðin meiri en sjávarútvegsins,“ sagði Vigdís. Á Íslandi er virðisaukaskattur ýmist sjö eða tuttugu og fimm komma fimm prósent. Reyndar er þetta enn flóknara þegar ferðaþjónustan er annars vegar því sumt ber engan virðisaukaskatt, eins og til dæmis fólksflutningar, innanlands- og millilandaflug auk fargjalds í ferjur og hópferðabíla og auðvitað leigubíla. Það er enginn virðisaukaskattur rukkaður þegar þú tekur leigubíl en ef þú leigir bílaleigubíl er vaskurinn svokallaði tuttugu og fimm komma fimm prósent. Flækjustigið endar ekki hér því ef þú leigir þér kajak eða hest eða köfunarbúnað þarftu að borga vask. En ef um skipulagða hópferð er að ræða með fararstjóra þá er enginn vaskur af hvalaskoðuninni, hestaferðinni eða sjóstangaveiðinni. Alls konar glufur eru í kerfinu sem valda ruglingi eins og til dæmis að ef einhver kaupir sér leyfi til að veiða fimm fiska í vatni þarf söluaðili að rukka virðisaukaskatt en veiðileyfi í vatni, ef ekki er tilgreint hversu margir fiskar ætlað er að veiðist, er leyfið undanþegið vaski. Eins og Vigdís benti á í síðustu viku þá var þetta kerfi á sínum tíma hugsað til að styðja við nýja atvinnugrein sem átti erfitt uppdráttar. Nú hins vegar er þetta orðin ein aðalatvinnugrein okkar og svo mikil er sóknin og aukningin að það stórsér á landinu okkar. Ríkiskassinn þarf tilfinnanlega á fjármunum að halda til að mæta þessum mikla ágangi ferðamanna og því sjálfsagt að rukka virðisaukaskatt. Bjarni Benediktsson hefur boðað að breytingarnar sem hann vill gera á kerfinu séu til einföldunar, lækka jafnvel efra þrepið og hækka það neðra og fækka undanþágum; skynsamlegt því undanþágurnar eiga að vera fáar sem engar. Mikilvægt er að allir sitji við sama borð. Hugsanlega geta einhverjar undanþágur frá þeirri reglu verið nauðsynlegar en það verður að hugsa þá hugsun til enda og heildrænt. Ekki þýðir að miða við stöðu einhvers eins í dag, ef það leiðir óhjákvæmilega til kerfis sem er óskiljanlegt og götótt – stagbæta svo í glufurnar þannig að þetta fer meira og minna í sjálft sig. Að öllu jöfnu ætti skattkerfið að vera einfalt, gegnsætt og beinskeytt. Að menn gleymi ekki tilganginum. Þannig er það ekki í dag.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun