Allt kostar þetta peninga Guðríður Arnardóttir skrifar 27. ágúst 2014 07:00 Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Tvær allmerkilegar skýrslur litu dagsins ljós nýlega. Annars vegar svokölluð Hvítbók og hins vegar Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Í Hvítbók er því af nokkurri skynsemi haldið fram að til þess að ná settum markmiðum um bættan árangur í skólakerfinu skuli ráðast í fáar en markvissar aðgerðir. Í Hvítbók kemur fram að meðalnemandi lýkur stúdentsprófi á 4,1 ári og lokaprófi af starfsbrautum á 4,7 árum. Einungis 44% nemenda hafa lokið prófi úr framhaldskóla sex árum eftir innritun og hlutfall eldri nemenda í framhaldsskólum er hátt. Nemendur í dagskólum framhaldsskóla eru 30-40% fleiri en vera ætti miðað við fjölda í árgöngum á framhaldsskólaaldri. Það þýðir að námsframvinda nemenda í framhaldsskóla er hæg. Úttekt á stærðfræðikennslu er auðvitað allt annars eðlis en Hvítbók en engu að síður má finna þar áhugaverðar tengingar. Meðal þess sem kemur fram í úttektinni er að það sé skortur á vönduðu kennsluefni í stærðfræði, menntun stærðfræðikennara sé ábótavant, tilboð um endurmenntun skortir og gæðaeftirlit er ekkert. Það er gömul saga og ný að þegar til umræðu eru aðgerðir til að bæta árangur innan framhaldsskólans er stytting námstíma oftast nefnd sem lausn. Þá er litið til nágrannaríkjanna eftir samanburði. Tilefni þessa greinarkorns er ekki að ræða það þrætuepli heldur benda á það grundvallaratriði sem gott menntakerfi byggir á. Við byggjum ekki upp framúrskarandi framhaldsskóla með viðvarandi fjársvelti. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því fyrr á þessu ári kemur fram að rekstrarstaða framhaldsskólanna hafi versnað mjög á síðustu árum. Framlag Íslendinga með hverjum nemanda í framhaldsskóla er langt undir meðalhlutfalli OECD-ríkjanna. Hvítbækur og úttektir á hinum ýmsu þáttum sem varða framhaldsskólann verða ekki pappírsins virði nema fjármagn til framhaldsskólanna sé aukið. Styðja þarf við bakið á nemendum, efla námsráðgjöf og setja aukið fjármagn í námsefnisgerð. Það þarf að tryggja að í skólunum starfi vel menntaðir og áhugasamir kennarar á samkeppnishæfum launum. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Þrátt fyrir nýgerðan kjarasamning standast kjör íslenskra framhaldsskólakennara enn engan veginn samanburð við kjör framhaldsskólakennara annars staðar á Norðurlöndunum. Þjóð sem setur sér metnaðarfull markmið um umbætur í menntakerfinu kemst hvorki lönd né strönd áleiðis nema verja auknu fjármagni til menntamála á öllum skólastigum.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun