Góðar fréttir Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 3. september 2014 07:00 Öll él styttir upp um síðir. Það má segja að þungu fargi hafi verið létt af þjóðinni þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við vorið 2013. Á aðeins einu ári hefur núverandi ríkisstjórn lyft grettistaki og komið efnahagslífinu á réttan kjöl. Það eru bjartir tímar framundan á Íslandi. Haustið 2008 var dimmur tími í íslensku þjóðlífi. Eldar brunnu á Austurvelli. Vinstristjórnin tók við um vorið eftir erfiðan vetur. Við hana voru bundnar miklar vonir. Skjaldborgin, sem átti að reisa um íslensk heimili, varð því miður ekki að neinu. Vinstristjórnin vildi skattleggja okkur út úr kreppunni og festa okkur í Icesave-skuldafangelsi. Sem betur fer gengu þau plön heldur ekki eftir.Allt á uppleið Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur nú setið við stjórnvölinn í rúmt ár. Fyrsta mál ríkisstjórnarinnar á haustþingi 2013 var að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Tillagan var í tíu liðum og nú að þingi loknu hefur öllum liðum hennar verið lokið eða komið í áframhaldandi farveg. Leiðréttinguna ber þar hæst en með henni er komið til móts við heimili með verðtryggð húsnæðislán með aðgerðum sem fyrri ríkisstjórn hélt fram að væru óframkvæmanlegar. Beinar niðurfærslur á höfuðstól verðtryggðra lána og möguleiki á að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól munu hjálpa heimilum með verðtryggð lán á beinan hátt með því að lækka mánaðarlega greiðslubyrði af lánum og hækka ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar. Heildaráhrif leiðréttingarinnar eru metin um 150 milljarðar fyrir 100 þúsund heimili. Alls bárust 69 þúsund umsóknir frá 105 þúsund einstaklingum.Jákvæðar umsagnir Skuldaleiðréttingin hefur hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfar þess. Standard & Poor‘s breytti lánshæfishorfum Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar þar sem dregið hefur úr áhættu sem tengist ríkisfjármálum (janúar 2014).Bjartsýni í stað svartsýni Ótrúleg umskipti hafa orðið í efnahags- og atvinnulífi hér á aðeins einu ári. Hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar (lægri en í Noregi m.v. júlí), viðskiptajöfnuður jákvæður, rekstur ríkissjóðs jákvæður og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér aftur mikinn áhuga. Bjartsýni hefur tekið við af svartsýni og eymdarvísitalan hefur ekki verið lægri síðan 2007. Það skiptir sannarlega máli hverjir stjórna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Öll él styttir upp um síðir. Það má segja að þungu fargi hafi verið létt af þjóðinni þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við vorið 2013. Á aðeins einu ári hefur núverandi ríkisstjórn lyft grettistaki og komið efnahagslífinu á réttan kjöl. Það eru bjartir tímar framundan á Íslandi. Haustið 2008 var dimmur tími í íslensku þjóðlífi. Eldar brunnu á Austurvelli. Vinstristjórnin tók við um vorið eftir erfiðan vetur. Við hana voru bundnar miklar vonir. Skjaldborgin, sem átti að reisa um íslensk heimili, varð því miður ekki að neinu. Vinstristjórnin vildi skattleggja okkur út úr kreppunni og festa okkur í Icesave-skuldafangelsi. Sem betur fer gengu þau plön heldur ekki eftir.Allt á uppleið Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur nú setið við stjórnvölinn í rúmt ár. Fyrsta mál ríkisstjórnarinnar á haustþingi 2013 var að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Tillagan var í tíu liðum og nú að þingi loknu hefur öllum liðum hennar verið lokið eða komið í áframhaldandi farveg. Leiðréttinguna ber þar hæst en með henni er komið til móts við heimili með verðtryggð húsnæðislán með aðgerðum sem fyrri ríkisstjórn hélt fram að væru óframkvæmanlegar. Beinar niðurfærslur á höfuðstól verðtryggðra lána og möguleiki á að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól munu hjálpa heimilum með verðtryggð lán á beinan hátt með því að lækka mánaðarlega greiðslubyrði af lánum og hækka ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar. Heildaráhrif leiðréttingarinnar eru metin um 150 milljarðar fyrir 100 þúsund heimili. Alls bárust 69 þúsund umsóknir frá 105 þúsund einstaklingum.Jákvæðar umsagnir Skuldaleiðréttingin hefur hlotið jákvæðar umsagnir hjá erlendum lánshæfismatsfyrirtækjum, sem hafa hækkað lánshæfismat Íslands í kjölfar þess. Standard & Poor‘s breytti lánshæfishorfum Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar þar sem dregið hefur úr áhættu sem tengist ríkisfjármálum (janúar 2014).Bjartsýni í stað svartsýni Ótrúleg umskipti hafa orðið í efnahags- og atvinnulífi hér á aðeins einu ári. Hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar (lægri en í Noregi m.v. júlí), viðskiptajöfnuður jákvæður, rekstur ríkissjóðs jákvæður og erlendir aðilar sýna fjárfestingum hér aftur mikinn áhuga. Bjartsýni hefur tekið við af svartsýni og eymdarvísitalan hefur ekki verið lægri síðan 2007. Það skiptir sannarlega máli hverjir stjórna!
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar