Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. september 2014 08:15 Kynnti frumvarpið Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að selja eigur ríkissjóðs til að lækka skuldir. fréttablaðið/GVA Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Efra þrep virðisaukaskatts mun lækka úr 25,5% í 24% en neðra þrep mun hækka úr 7% í 12%, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Í neðra þrepi virðisaukaskatts eru meðal annars matvæli og bækur. Fjárlagafrumvarpinu var dreift á Alþingi í gær.Samkvæmt því munu fjárhæðir barnabóta hækka um 13% umfram hækkun neysluverðsvísitölunnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, greindi frá því á blaðamannafundi í Salnum í gær að skerðingarhlutföll yrðu hækkuð um eitt prósent þannig að barnabótum verði frekar beint að hinum tekjulægri. Að auki verður undanþága á greiðslu virðisaukaskatts vegna fólksflutninga í afþreyingarskyni felld úr gildi 1. maí 2015 og fer í lægri þrep virðisaukaskattsins. Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið eftir blaðamannafundinn að lagt hefði verið upp með þá meginhugsun að fækka sem mest má undanþágum í kerfinu til að halda aftur af háu prósentustigi. „Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess. Og það er skynsamleg leið að mínu áliti að breikka virðisaukaskattstofnana eins og hægt er. En þetta er samt þannig að það er engin tilviljun hvaða atriði hafa verið tínd út úr virðisaukaskattskerfinu. Þær breytingar hafa hins vegar orðið í ferðaþjónustunni að henni hefur vaxið svo fiskur um hrygg á undanförnum árum að það er ekki ástæða til að hafa sömu áhyggjur af þeirri grein eins og áður,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði að skuldir ríkissjóðs væru enn of miklar og vaxtajöfnuður gríðarlega íþyngjandi. Einnig sé ljóst að ýmsar skuldbindingar ríkissjóðs eigi eftir að hafa neikvæð áhrif til framtíðar, svo sem skuldbindingar gagnvart lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna, ríkisábyrgðir gagnvart Íbúðalánasjóði og aukin útgjöld vegna öldrunar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að ríkisfjármálastaðan er miðað við þessa stöðu í járnum,“ sagði Bjarni á blaðamannafundinum. Hann sagði þó að búist væri við því að skuldir ríkissjóðs myndu fara lækkandi sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þær voru 90% árið 2011, áætlað er að þær verði 78% í lok þessa árs og verði komnar niður fyrir 60% árið 2018.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira