Svart box í Seðlabankanum? Frosti Ólafsson skrifar 12. september 2014 07:00 Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Þar til gjaldeyrishöft verða afnumin munu íslensk fyrirtæki og heimili búa við óviðunandi efnahagsumhverfi. Meðan ástandið varir er því mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar leiti allra leiða til að lágmarka þann skaða sem af höftunum hlýst. Með það markmið í huga sendi Viðskiptaráð Íslands nýverið bréf til fjármálaráðuneytisins og umboðsmanns Alþingis með ábendingu um nauðsynlegar umbætur á stjórnsýsluháttum Seðlabanka Íslands. Í ljósi umfjöllunar um efni bréfsins er rétt að árétta forsendur þeirrar gagnrýni sem þar birtist.Án upplýsinga myndast tortryggni Öllum er ljóst að fjármagnshöft voru upphaflega sett af illri nauðsyn. Áskorunin var bæði umfangsmikil og flókin enda miklir hagsmunir ólíkra aðila í húfi. Af þeim sökum hefur það tekið stjórnvöld og Seðlabankann þó nokkurn tíma að ná með heildstæðum hætti utan um eðli vandans og skapa ramma sem ætlaður er til úrlausnar. Eftir stendur að í dag búa íslensk fyrirtæki við umfangsmiklar takmarkanir í gjaldeyrismálum og verulegur hluti alþjóðlegrar starfsemi þeirra er háður undanþágu frá höftum. Afgreiðsla umsókna um undanþágur er í höndum gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Viðskiptaráð dregur ekki í efa að starfsmenn eftirlitsins hafi unnið hörðum höndum að því að leysa þetta vandasama verkefni. Það er engu að síður svo að skortur á upplýsingagjöf, gagnsæi og skýrri umgjörð hefur skapað vantraust og tortryggni sem er full ástæða til að taka alvarlega. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem eru í húfi ætti að vera kappsmál gjaldeyriseftirlitsins að eyða þessari óvissu og byggja upp traust.Að opna bakherbergin Það er eðli eftirlitsstofnana að setja einstaklingum og fyrirtækjum skorður eða veita þeim undanþágur. Þegar refsingum eða réttindum er úthlutað með þessum hætti er því nauðsynlegt að meginreglan um jafnræði sé leiðarljós viðkomandi stofnana. Það er einkum skortur á upplýsingagjöf og gagnsæi sem Viðskiptaráð gagnrýnir gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands fyrir. Aðferðafræði og ferlar þurfa að liggja skýrt fyrir til að traust ríki gagnvart framkvæmdinni. Að öðrum kosti er erfitt að meta hvort samræmis og jafnræðis sé gætt. Meðan ekki liggja fyrir opinberar upplýsingar um þessa þætti er því skiljanlegt að umsækjendur upplifi að mikilvægar ákvarðanir séu teknar í bakherbergjum. Í því samhengi er fagnaðarefni að í yfirlýsingu Seðlabankans sem birt var vegna bréfs Viðskiptaráðs koma fram ýmsar upplýsingar um afgreiðsluferli undanþágubeiðna sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður. En betur má ef duga skal.Að lokum Í áðurnefndri yfirlýsingu gagnrýnir Seðlabankinn Viðskiptaráð fyrir að gefa ekki frekari upplýsingar um ábendingu ráðsins um möguleg brot á jafnræðisreglu. Það liggur í hlutarins eðli að ekki er hægt að veita upplýsingar um heimildarmenn í þessu tilfelli. Ef kvörtunin á við rök að styðjast myndi slík upplýsingagjöf koma niður á viðkomandi við undanþáguumsóknir í framtíðinni. Eins og fram kemur í bréfinu er lykilatriðið ekki hvort þessar kvartanir eigi við rök að styðjast, heldur sú staðreynd að tortryggnin er til staðar. Það er engum til bóta að einstaklingar eða fyrirtæki upplifi gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem svart box. Til að sporna gegn þessu þarf að efla upplýsingagjöf og gagnsæi eftirlitsins til muna.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar