Á vængjum minninganna Bryndís Schram skrifar 12. september 2014 07:00 Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Það var troðfullt hús í Salnum í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Það ríkti eftirvænting í loftinu. Hvað mundi koma út úr þessu samstarfi – annars vegar hinn veraldlegi og rökvísi hagfræðingur, sem byggir tilveru sína á staðreyndum og að loka óendanlega fjölbreytni mannlífsins inn í rökrétt samhengi – og svo hinn ljóðræni trúbador, sem eigrar um á sjávarströndu og ljær tilfinningum sínum vængi með fuglum himinsins, hins vegar. Þetta eru hagfræðiprófessorinn Þorvaldur Gylfason og trúbadorinn Kristján Hreinsson. Ólíklegt tvíeyki, skyldi maður ætla. Satt að segja mun ólíklegra en Gylfi Þ., faðir Þorvalds, og Tómas Guðmundsson Reykjavíkurskáld á sinni tíð. Þeir voru í fínum félagsskap, ekki vantaði það. Kristinn Sigmundsson á fáa sína líka. Ég minnist þess enn, að þegar hann bauð Finnum á ljóðatónleika í Klettakirkjunni í Helsinki, var fyrirsögnin í Helsingin Sanomat daginn eftir: „Við eigum engan svona.“ Fyrir utan þessa djúpu en blæbrigðaríku rödd fer Kristinn afburðavel með texta. Hann kom öllu því til skila, sem í orðunum fólst. Jónas Ingimundarson er þessi óbrigðuli, hógværi og vandaði undirleikari, sem aldrei bregst, og Bryndís Halla á sellóinu léði ljóði og lagi meiri vídd. Það var á köflum, eins og hún yfirtæki flutninginn. Þetta var hugljúf stund í salnum, óvenjuleg, sérstök. Ég hafði það sterklega á tilfinningunni, að sessunautar mínir lifðu sig inn í stemninguna. Gott ef þá langaði ekki að taka flugið með fuglunum. Sem tónskáld er hagfræðingurinn, Þorvaldur, bæði ljóðrænn og rómantískur. Lögin hans hæfa því vel fleygum hugsunum trúbadorsins. En um hvort tveggja, ljóð og lög, má segja að þau voru helst til einhæf. Það var blessuð blíðan út í gegn. Þeir sem alast upp við fjöruborðið á sjávarströndu vita að þannig er það ekki í lífinu. Hafið skiptir bæði litum og ham. Hamfarirnar stundum slíkar, að heilu klettabeltin eru mölvuð mélinu smærra. Það vottaði ekki fyrir neinum undirtón ógnar né háska. Þar er ekki við tónskáldið að sakast, af því einfaldlega að ljóðin gáfu ekki tilefni til þess. Lög Þorvaldar nutu sín mjög vel í flutningi meistarans. Þau munu vaxa við kynningu, eins og tíminn mun leiða í ljós. Þegar Kristinn var klappaður upp í lokin, og söng upphafslagið á ný, komu tárin fram í augun – allt sem ljóðskáldið vildi sagt hafa, snart mannleg hjörtu í örfáum meitluðum tónum.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun